Vucic sækist eftir endurkjöri og lofar friði og stöðugleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 12:26 Aleksander Vucic sækist eftir endurkjöri í foretakosningum í Serbíu. Serbar ganga til kosninga í dag, bæði í forseta- og þingkosningum. Getty/Pierre Crom Serbar ganga til kosninga í dag en verið er að kjósa bæði forseta og nýtt þing. Aleksandar Vucic forseti og flokkur hans Framfaraflokkurinn sækjast eftir endurkjöri gegn stjórnarandstöðunni sem heitið hefur því að berjast gegn spillingu og tryggja framgang loftslagsmála hjá stjórnvöldum. Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Serbía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Vucic hefur setið á forsetastóli í fimm ár og sækist nú eftir endurkjöri. Hann hefur lofað serbneskum kjósendum friði og stöðugleika í skugga stríðs Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur vakið óhug meðal serbnesks almennings og nú ýtt á stjórnvöld að velja milli vestursins, að ganga til liðs við Evrópusambandið, eða halda í tengslin við Rússland. Kjörstaðir opnuðu klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma og loka klukkan sex í kvöld. Útgönguspár benda til að Vucic, sem er mikill íhaldsmaður, muni bera sigur úr bítum í kapphlaupinu við Zdravko Ponos, fyrrverandi herforingja sem býður sig fram fyrir miðjuflokkinn Bandalag til Sigurs, sem styður inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Faktor Plus, sem birtist í dagblaðinu Blic daily á miðvikudag, mun Framfaraflokkurinn sigra með 53,6 prósent atkvæða. Bandalag til Sigurs kemur næst á eftir með 13,7 prósent atkvvæða og stjórnarflokkur Sósíalista, sem hafa verið í ríkisstjórn með Framfaraflokknum, koma næstir með 10,2 prósent atkvæða. Þar á eftir koma Græningjar með 4,7 prósent. Aðrir flokkar ná ekki inn þingmanni en lágmarkið er 3 prósent atkvæða til að fá inn mann. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í þingkosningum árið 2020 sem fóru svo að Framfaraflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 188 sæti af 250 þingsætum. Stríðið í Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á Serbíu, sem hefur náin tengsl við Rússland. Serbía er enn að ná sér eftir Balkanstríðin og einangrunina sem fylgdi þeim á tíunda áratugi síðustu aldar. Serbar stóla mjög á jarðgasinnflutning frá Rússlandi og serbneski herinn hefur náin bönd við þann rússneska. Þá styðja yfirvöld í Rússlandi fast við bakið á yfirvöldum í Belgrad hvað varðar sjálfstæðistilburði Kósovó, ríkis eða héraðs suður af Serbíu. Serbía hefur stutt tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland var fordæmt fyrir innrásina í Úkraínu en hefur neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Serbía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira