Innlent

Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. 
Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við.  vísir/vilhelm/egill

Sam­tökin Geð­hjálp segja ljóst að dag­­lega sé brotið á mann­réttindum fólks inni á geð­­deildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft.

Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu um­boðs­manns al­þingis eftir heim­sókn hans á bráða­geð­deild Land­spítalans. Sam­tökin Geð­hjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar.

„Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af her­bergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem ein­hver hefur á með­ferð þá alla­vega teljum við að það sé ekki gagn­leg með­ferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálparinnar.

Hann segir ljóst að hér sé brotið á mann­réttindum sjúk­linga dag­lega.

„Það er eigin­lega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu um­boðs­manns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inn­grip eins og tak­markanir á úti­vist, að­gengi að síma. Þetta eru bara þessir dag­legu litlu hlutir,“ segir Grímur.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill

Það sé ekki laga­leg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunar­að­ferðum sem notaðar eru.

„Ég myndi kannski ekki segja að það séu lög­brot. En mann­réttinda­brot. Nú stendur fyrir dyrum að lög­festa samning sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mann­réttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann.

Mikil­vægt sé að setja geð­heil­brigði undir sama hatt og banna al­ger­lega þvinganir í heil­brigðis­þjónustu.

Gamaldags viðhorf

Á­bendingar um­boðs­mannsins kallast al­ger­lega á við þær sem hann kom með eftir út­tekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.

Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm

Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úr­bætur í geð­heil­brigðis­þjónustu eftir þá út­tekt.

„Þetta er gamal­dags við­horf... Ég er að reyna að tala var­lega og vera ekki með of miklar yfir­lýsingar en auð­vitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×