Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2022 22:02 Blöndulína 3 á að tengjast inn í tengivirkið í Rangárvirkjun. Landið í bakgrunni er mögulegt byggingarland Akureyrarbæjar. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira