Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 21:31 Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Stöð 2 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10