Brögð í tafli í kosningum VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 31. mars 2022 14:01 Það er þannig með sannleikann að einu gildir hversu oft hann er sagður vera lygi. Það sem er rétt breytist ekki og sem betur fer kemur sannleikurinn oftast fram að lokum. Nú liggur ljóst fyrir að hreint kosningarsvindl var framkvæmt í formannskosningumVM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem lauk 22. mars sl. Þetta var gert að frumkvæði núverandi formanns með samþykki og stuðningi síðustu stjórnar félagsins. Í kosningunum var ítrekað kallað eftir því að samningur, sem formaður VM skrifaði undir án samþykkis stjórnar samkvæmt fundagerðum 30. nóvember 2021, yrði birtur. Það var skoðun margra að innihald samningsins breytti það miklu um rekstur félagsins að málið yrði að fara í kosningu hjá félagsmönnum. Stjórnarmenn samþykktu samninginn 20. janúar 2022, eða næstum tveimur mánuðum eftir að formaðurinn hafði undirritað hann. Stjórnin tók þá meðvituðu ákvörðun að þegja yfir innihaldi hans alla kosningabaráttuna og enginn stjórnarmanna fór fram á að samningurinn yrði birtur. Varamenn kölluðu ítrekað eftir því að samningurinn yrði birtur. Án árangurs. Stjórnarmenn aðstoðuðu formann VM við að fela klúðrið við þennan samruna við 2F fram yfir formannskosningarnar. Með þessu háttarlagi blandaði fráfarandi stjórn sér á fullu í kosningabaráttuna og sinnti ekki skyldum sínum gagnvart félagsmönnum. Blekking er ígildi svindls Blekkingunni var haldið áfram með því að halda fulltrúaráðsfund í félaginu þar sem handvalið var á hann og ekki boðið upp á fjarfund í landsfélagi. Á fulltrúarásfundinum var kallað eftir því að samningurinn um 2F yrði kynntur og fjárhagslegar skuldbindingar hans fyrir VM. Svar formanns var að málið væri á svo viðkvæmu stigi að ekki væri hægt að birta hann eða kostnaðinn af samningnum! Samt samþykktu sautján einstaklingar þetta án þess að hafa allar upplýsingar um hvað þeir voru að samþykkja. Tveir greiddu atkvæði á móti. Þetta klækjabragð notaði formaðurinn í sínum áróðri þó svo að fulltrúaráð VM hafi ekkert lagalegt vægi í lögum félagsins. Enn hélt blekkingin áfram án þess að stjórnarmenn tjáðu sig um málið. Varamenn í stjórn félagsins sendu fyrirspurn í fjórum liðum án þess að fá svör. Óhætt er að fullyrða að formaðurinn hefði varla náð endurkjöri hefðu þessar blekkingar verið afhjúpaðar. Á aðalfundi VM 25. mars síðastliðnum var kynning á 2F og þá kom sannleikurinn í ljós sem kallað hafði verið eftir varðandi kjarasvið félagsins og fleiri rekstrarþætti. Hvað er stéttarfélag án kjarasviðs? Það var eitt af stóru málunum sem kallað var eftir að fá svör við en því var vandlega haldið leyndu af stjórn. Mín rök voru að við það að kjarasviðið færi út úr félaginu þá væri það sameining við annað félag og yrði því að fara eftir lögum félagsins. Allar þessar yfirhylmingar sem formaður beitti með aðstoð stjórnar kalla ég hreint og klárt kosningarsvindl. Með því að blekkja félagsmenn og koma ekki þeim upplýsingum á framfæri sem kallað var eftir, tókst að koma í veg fyrir að mótframjóðendur til formanns gætu bent á vanhæfi formanns félagsins. Brýna nauðsyn bar auðvitað til að taka opna og gagnrýna umræðu um svo stórt mál eins og á að gera í lýðræðislegu stéttarfélagi. Fjármálin Varðandi brot á lögum VM vegna meðferðar á fjármunum félagsins við kaup á nýja húsnæðinu brást stjórn félagsins skyldum sínum. Í framhaldinu tók hún svo þátt í að leyna félagsmenn hinu sanna varðandi kostnað og heimildir fyrir kaupunum. Á stjórnarfundi var formaður inntur eftir því hvort ekki þyrfti að kalla eftir heimildum fyrir þeim mikla umframkostnaði sem húsakaupin kölluðu á eins og lög félagsins segja fyrir um. Svar formanns var NEI! hann myndi bera ábyrgð á þessu. Það er þarna sem sumir hafa talað um að um refsivert lögbrot sé um að ræða. Það er nefnilega ekkert í lögum VM sem heimilar formanni né öðrum að taka tvö til þrjú hundruð milljónir út úr sjóðum félagsins án löglegra samþykkta samkvæmt 21.gr. laga félagsins. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir stjórnarmanna komu enginn svör um útgjöld eða heimildir fyrir öllum fjárútlátum vegna húsakaupanna. Þegar umræða um þetta mál kom í fjölmiðla heldu stjórnarmenn gegn betri vitund hlífðarskildi yfir formanni. Þeir staðhæfðu gegn betri vitund að þetta væri lygi eins og allt annað sem sett var fram. Með öllum þessum blekkingum og mörgum öðrum tel ég að nýkjörinn stjórn félagsins beri að láta úrskurða nýafstaðnar formannskosningar ólöglegar í ljósi þess sem komið er fram.Að öðrum kosti mun ég leita réttar míns. Að framantöldu liggur ljóst fyrir að stjórn félagsins hafði með þessum vinnubrögðum veruleg áhrif á formanns- og stjórnarkosningarnar. Hefðu framangreindar staðreyndir verið upp á borðum er ólíklegt að núverandi formaður hefði hlotið áframhaldandi kosningu. Eðlilegt virðist jafnframt að þeir stjórnarmenn sem tóku þátt í yfirhylmingunni segi af sér. Hvað í samningnum mátti ekki upplýsa? Það var ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skyldi snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F og er að mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM máttu ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM væru inn í félagið. Engin framtíðarsýn hafði verið dregin upp fyrir VM varðandi það hver staða félagsins yrði eftir þessar breytingar, sem auðvitað var ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM og öll gagnrýni sögð lygi. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi. Allt þetta mál er á ábyrgð fyrrverandi stjórnar VM sem brást því miður skyldum sínum við félagsmenn. Því verður ný stjórn að bregðast við. Fái núverandi formaður að sitja áfram er siðleysið algert í VM. Eiga félagsmenn VM, eigendur félagsins, að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er þannig með sannleikann að einu gildir hversu oft hann er sagður vera lygi. Það sem er rétt breytist ekki og sem betur fer kemur sannleikurinn oftast fram að lokum. Nú liggur ljóst fyrir að hreint kosningarsvindl var framkvæmt í formannskosningumVM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem lauk 22. mars sl. Þetta var gert að frumkvæði núverandi formanns með samþykki og stuðningi síðustu stjórnar félagsins. Í kosningunum var ítrekað kallað eftir því að samningur, sem formaður VM skrifaði undir án samþykkis stjórnar samkvæmt fundagerðum 30. nóvember 2021, yrði birtur. Það var skoðun margra að innihald samningsins breytti það miklu um rekstur félagsins að málið yrði að fara í kosningu hjá félagsmönnum. Stjórnarmenn samþykktu samninginn 20. janúar 2022, eða næstum tveimur mánuðum eftir að formaðurinn hafði undirritað hann. Stjórnin tók þá meðvituðu ákvörðun að þegja yfir innihaldi hans alla kosningabaráttuna og enginn stjórnarmanna fór fram á að samningurinn yrði birtur. Varamenn kölluðu ítrekað eftir því að samningurinn yrði birtur. Án árangurs. Stjórnarmenn aðstoðuðu formann VM við að fela klúðrið við þennan samruna við 2F fram yfir formannskosningarnar. Með þessu háttarlagi blandaði fráfarandi stjórn sér á fullu í kosningabaráttuna og sinnti ekki skyldum sínum gagnvart félagsmönnum. Blekking er ígildi svindls Blekkingunni var haldið áfram með því að halda fulltrúaráðsfund í félaginu þar sem handvalið var á hann og ekki boðið upp á fjarfund í landsfélagi. Á fulltrúarásfundinum var kallað eftir því að samningurinn um 2F yrði kynntur og fjárhagslegar skuldbindingar hans fyrir VM. Svar formanns var að málið væri á svo viðkvæmu stigi að ekki væri hægt að birta hann eða kostnaðinn af samningnum! Samt samþykktu sautján einstaklingar þetta án þess að hafa allar upplýsingar um hvað þeir voru að samþykkja. Tveir greiddu atkvæði á móti. Þetta klækjabragð notaði formaðurinn í sínum áróðri þó svo að fulltrúaráð VM hafi ekkert lagalegt vægi í lögum félagsins. Enn hélt blekkingin áfram án þess að stjórnarmenn tjáðu sig um málið. Varamenn í stjórn félagsins sendu fyrirspurn í fjórum liðum án þess að fá svör. Óhætt er að fullyrða að formaðurinn hefði varla náð endurkjöri hefðu þessar blekkingar verið afhjúpaðar. Á aðalfundi VM 25. mars síðastliðnum var kynning á 2F og þá kom sannleikurinn í ljós sem kallað hafði verið eftir varðandi kjarasvið félagsins og fleiri rekstrarþætti. Hvað er stéttarfélag án kjarasviðs? Það var eitt af stóru málunum sem kallað var eftir að fá svör við en því var vandlega haldið leyndu af stjórn. Mín rök voru að við það að kjarasviðið færi út úr félaginu þá væri það sameining við annað félag og yrði því að fara eftir lögum félagsins. Allar þessar yfirhylmingar sem formaður beitti með aðstoð stjórnar kalla ég hreint og klárt kosningarsvindl. Með því að blekkja félagsmenn og koma ekki þeim upplýsingum á framfæri sem kallað var eftir, tókst að koma í veg fyrir að mótframjóðendur til formanns gætu bent á vanhæfi formanns félagsins. Brýna nauðsyn bar auðvitað til að taka opna og gagnrýna umræðu um svo stórt mál eins og á að gera í lýðræðislegu stéttarfélagi. Fjármálin Varðandi brot á lögum VM vegna meðferðar á fjármunum félagsins við kaup á nýja húsnæðinu brást stjórn félagsins skyldum sínum. Í framhaldinu tók hún svo þátt í að leyna félagsmenn hinu sanna varðandi kostnað og heimildir fyrir kaupunum. Á stjórnarfundi var formaður inntur eftir því hvort ekki þyrfti að kalla eftir heimildum fyrir þeim mikla umframkostnaði sem húsakaupin kölluðu á eins og lög félagsins segja fyrir um. Svar formanns var NEI! hann myndi bera ábyrgð á þessu. Það er þarna sem sumir hafa talað um að um refsivert lögbrot sé um að ræða. Það er nefnilega ekkert í lögum VM sem heimilar formanni né öðrum að taka tvö til þrjú hundruð milljónir út úr sjóðum félagsins án löglegra samþykkta samkvæmt 21.gr. laga félagsins. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir stjórnarmanna komu enginn svör um útgjöld eða heimildir fyrir öllum fjárútlátum vegna húsakaupanna. Þegar umræða um þetta mál kom í fjölmiðla heldu stjórnarmenn gegn betri vitund hlífðarskildi yfir formanni. Þeir staðhæfðu gegn betri vitund að þetta væri lygi eins og allt annað sem sett var fram. Með öllum þessum blekkingum og mörgum öðrum tel ég að nýkjörinn stjórn félagsins beri að láta úrskurða nýafstaðnar formannskosningar ólöglegar í ljósi þess sem komið er fram.Að öðrum kosti mun ég leita réttar míns. Að framantöldu liggur ljóst fyrir að stjórn félagsins hafði með þessum vinnubrögðum veruleg áhrif á formanns- og stjórnarkosningarnar. Hefðu framangreindar staðreyndir verið upp á borðum er ólíklegt að núverandi formaður hefði hlotið áframhaldandi kosningu. Eðlilegt virðist jafnframt að þeir stjórnarmenn sem tóku þátt í yfirhylmingunni segi af sér. Hvað í samningnum mátti ekki upplýsa? Það var ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skyldi snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F og er að mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM máttu ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM væru inn í félagið. Engin framtíðarsýn hafði verið dregin upp fyrir VM varðandi það hver staða félagsins yrði eftir þessar breytingar, sem auðvitað var ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM og öll gagnrýni sögð lygi. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi. Allt þetta mál er á ábyrgð fyrrverandi stjórnar VM sem brást því miður skyldum sínum við félagsmenn. Því verður ný stjórn að bregðast við. Fái núverandi formaður að sitja áfram er siðleysið algert í VM. Eiga félagsmenn VM, eigendur félagsins, að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar