Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 16:31 Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Aðsend mynd Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni. Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni.
Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira