Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 9. nóvember 2024 10:03 Að óbreyttu mun Sandra þurfa að afplána þangað til hún verður komin á sjötugsaldur. Birgir Þórarinsson og Svanhildur Hólm funduðu með embættismönnum í Virginíu um að fá hana framselda til Íslands. Vísir/Sara Unnið er að því að fá Söndru Sigrúnu Fenton, sem er búin að afplána ellefu ár af 37 ára fangelsisdómi í Bandaríkjunum, framselda til Íslands. Hún framdi tvö bankarán á einum degi árið 2013 í Virginíuríki og var sakfelld fyrir það. Það er afar sjaldgæft að fangar í Virginíu komist út á reynslulausn og því ekki útlit fyrir að Sandra komist út fyrr en á sjötugsaldri, en hún var 24 ára gömul þegar hún var dæmd. Margrét Fenton og Bill Fenton, foreldrar Söndru, kynntust þegar Bill gegndi herþjónustu á Íslandi. Fjölskyldan hefur bæði búið hérlendis og vestanhafs, en Sandra fæddist þegar Bill starfaði hjá varnarliðinu í Keflavík og bjó fyrstu tvö árin hér á landi. Hún er því bæði bandarískur og íslenskur ríkisborgari. Sendi ríkisstjóranum bréf „Fjölskylda hennar, sem býr núna í Keflavík, leitaði til mín með þetta mál,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu og útskýrir að hann þekki til móðursystur Söndru sem hafi verið með honum í barnaskóla. „Ég skrifaði ríkisstjóra Virginíu bréf, Glen Youngkin, og óskaði eftir fundi. Ég sagði að ég væri að fara í kosningaeftirlit í Bandaríkjunum og var að velta fyrir mér hvort ég gæti nýtt ferðina.“ Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var við kosningaeftirlit í Bandaríkjunum en notaði ferðina til að funda um mál Söndru.Vísir/Vilhelm Birgir segir að honum hafi verið svarað hratt og vel, og það hafi verið auðsótt að fá þennan fund. Youngkin gat þó ekki hitt Birgi sjálfur, vegna kosninganna. Hann fundaði þó með yfirmanni fangelsismála í Virginíu og heimavarnarráðherra Virginíu. Með Birgi mætti á fundinn Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og annar starfsmaður sendiráðsins. Fundurinn fór fram í Richmond, höfuðborg Virginíu. Að sögn Birgis var tekið vel á móti þeim og fundargestir hafi verið mjög almennilegir „Fundurinn var bara mjög góður. Við fórum yfir málið,“ segir Birgir. „Ég myndi segja að þetta hafi verið betra en ég átti von á.“ Sagði að hámarksrefsing á Íslandi væri tuttugu ár Birgir útskýrir að einu sinni á ári geti fangar sem eru íslenskir ríkisborgarar óskað eftir því að vera framseldir til Íslands. Sandra mun geta sótt um það í febrúar næstkomandi og búist er við því að mál hennar verði tekið fyrir í maí eða júní. „Erindið var bara að mæla með því að ríkisstjórinn yrði við þeirri beiðni hennar,“ segir Birgir. Bandaríkjamennirnir hafi á móti viljað vita hvernig yrði tekið á móti Söndru yrði samþykkt að framselja hana til Íslands. Birgir segist munu verða aftur í sambandi við þá til þess að svara því betur. „Þannig það liggur ekkert fyrir. Þetta er allt saman bara í skoðun. En ég sagði á fundinum að hámarksrefsing á Íslandi væri tuttugu ár.“ Dópsali sem skipaði henni að fremja ránin Fjallað var um mál Söndru í hlaðvarpsþætti Eftirmála árið 2022. Þar ræddi Margrét, móðir Söndru, mál dóttur sinnar. Sandra hafi verið blítt og gott barn sem hafi aldrei lent í neinu veseni, en á unglingsárum lenti hún í röð áfalla sem urðu til þess að hún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu. Margrét lýsti jafnframt deginum örlagaríka þegar dóttir hennar framdi ránin og var handtekin. Dópsalinn hennar hafi keyrt með hana að banka látið hana fá byssu og sagt henni að ræna bankann. „Ef ekki, þá ætli hann að drepa mömmu hennar, barnið hennar, pabba hennar og svo hana.“ Sandra hafi framið ránið og dópsalinn síðan farið með hana að öðrum banka og skipað henni að ræna hann líka. Sandra hefði síðan grátbeðið dópsalann um að fara með sig heim, en hún neyðst til að fremja ránið. Andlit Söndru blasti við Þennan dag hafi eldri dóttir Margrétar hring í móður sína og sagt henni að kveikja á sjónvarpinu. Þar hafi blasað við upptökur úr öryggismyndavélum bankans sem sýndu Söndru. Margrét hringdi strax í kjölfarið á lögregluna og tilkynnti að manneskjan sem lýst væri eftir væri dóttir sín. Margrét gagnrýndi lögmanninn sem Sandra fékk úthlutaðan sem að hennar sögn hafði lítinn áhuga á málinu, og gagnrýndi til að mynda ekki að ránin tvö hefðu verið tekin fyrir sem sitt hvort málið og hún því dæmd í tvígang. Fyrst fékk hún nítján ára dóm og svo annan átján ára dóm, samanlagt 37 ár. Engin betrun Sandra hefur afplánað í öryggisfangelsinu Fluvanna Correctional Center for Women, sem er stærsta kvennafangelsi Virginíu. Margrét bar fengelsinu ekki góða söguna. Þar hafi Sandra verið barin með stállás af samfanga og kjálkinn á henni brotinn. Þá hiki fangaverðir ekki við að svipta fanga réttindum sínum ef minnstu vandræði kæmu upp. „Þetta er bara hegningakerfi. Þeir eru ekki að gera neitt til að bæta hana, gera hana að sterkari manneskju.“ Bandaríkin Erlend sakamál Sjálfstæðisflokkurinn Fangelsismál Mál Söndru Sigrúnar Fenton Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Það er afar sjaldgæft að fangar í Virginíu komist út á reynslulausn og því ekki útlit fyrir að Sandra komist út fyrr en á sjötugsaldri, en hún var 24 ára gömul þegar hún var dæmd. Margrét Fenton og Bill Fenton, foreldrar Söndru, kynntust þegar Bill gegndi herþjónustu á Íslandi. Fjölskyldan hefur bæði búið hérlendis og vestanhafs, en Sandra fæddist þegar Bill starfaði hjá varnarliðinu í Keflavík og bjó fyrstu tvö árin hér á landi. Hún er því bæði bandarískur og íslenskur ríkisborgari. Sendi ríkisstjóranum bréf „Fjölskylda hennar, sem býr núna í Keflavík, leitaði til mín með þetta mál,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu og útskýrir að hann þekki til móðursystur Söndru sem hafi verið með honum í barnaskóla. „Ég skrifaði ríkisstjóra Virginíu bréf, Glen Youngkin, og óskaði eftir fundi. Ég sagði að ég væri að fara í kosningaeftirlit í Bandaríkjunum og var að velta fyrir mér hvort ég gæti nýtt ferðina.“ Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var við kosningaeftirlit í Bandaríkjunum en notaði ferðina til að funda um mál Söndru.Vísir/Vilhelm Birgir segir að honum hafi verið svarað hratt og vel, og það hafi verið auðsótt að fá þennan fund. Youngkin gat þó ekki hitt Birgi sjálfur, vegna kosninganna. Hann fundaði þó með yfirmanni fangelsismála í Virginíu og heimavarnarráðherra Virginíu. Með Birgi mætti á fundinn Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og annar starfsmaður sendiráðsins. Fundurinn fór fram í Richmond, höfuðborg Virginíu. Að sögn Birgis var tekið vel á móti þeim og fundargestir hafi verið mjög almennilegir „Fundurinn var bara mjög góður. Við fórum yfir málið,“ segir Birgir. „Ég myndi segja að þetta hafi verið betra en ég átti von á.“ Sagði að hámarksrefsing á Íslandi væri tuttugu ár Birgir útskýrir að einu sinni á ári geti fangar sem eru íslenskir ríkisborgarar óskað eftir því að vera framseldir til Íslands. Sandra mun geta sótt um það í febrúar næstkomandi og búist er við því að mál hennar verði tekið fyrir í maí eða júní. „Erindið var bara að mæla með því að ríkisstjórinn yrði við þeirri beiðni hennar,“ segir Birgir. Bandaríkjamennirnir hafi á móti viljað vita hvernig yrði tekið á móti Söndru yrði samþykkt að framselja hana til Íslands. Birgir segist munu verða aftur í sambandi við þá til þess að svara því betur. „Þannig það liggur ekkert fyrir. Þetta er allt saman bara í skoðun. En ég sagði á fundinum að hámarksrefsing á Íslandi væri tuttugu ár.“ Dópsali sem skipaði henni að fremja ránin Fjallað var um mál Söndru í hlaðvarpsþætti Eftirmála árið 2022. Þar ræddi Margrét, móðir Söndru, mál dóttur sinnar. Sandra hafi verið blítt og gott barn sem hafi aldrei lent í neinu veseni, en á unglingsárum lenti hún í röð áfalla sem urðu til þess að hún leiddist út í harða fíkniefnaneyslu. Margrét lýsti jafnframt deginum örlagaríka þegar dóttir hennar framdi ránin og var handtekin. Dópsalinn hennar hafi keyrt með hana að banka látið hana fá byssu og sagt henni að ræna bankann. „Ef ekki, þá ætli hann að drepa mömmu hennar, barnið hennar, pabba hennar og svo hana.“ Sandra hafi framið ránið og dópsalinn síðan farið með hana að öðrum banka og skipað henni að ræna hann líka. Sandra hefði síðan grátbeðið dópsalann um að fara með sig heim, en hún neyðst til að fremja ránið. Andlit Söndru blasti við Þennan dag hafi eldri dóttir Margrétar hring í móður sína og sagt henni að kveikja á sjónvarpinu. Þar hafi blasað við upptökur úr öryggismyndavélum bankans sem sýndu Söndru. Margrét hringdi strax í kjölfarið á lögregluna og tilkynnti að manneskjan sem lýst væri eftir væri dóttir sín. Margrét gagnrýndi lögmanninn sem Sandra fékk úthlutaðan sem að hennar sögn hafði lítinn áhuga á málinu, og gagnrýndi til að mynda ekki að ránin tvö hefðu verið tekin fyrir sem sitt hvort málið og hún því dæmd í tvígang. Fyrst fékk hún nítján ára dóm og svo annan átján ára dóm, samanlagt 37 ár. Engin betrun Sandra hefur afplánað í öryggisfangelsinu Fluvanna Correctional Center for Women, sem er stærsta kvennafangelsi Virginíu. Margrét bar fengelsinu ekki góða söguna. Þar hafi Sandra verið barin með stállás af samfanga og kjálkinn á henni brotinn. Þá hiki fangaverðir ekki við að svipta fanga réttindum sínum ef minnstu vandræði kæmu upp. „Þetta er bara hegningakerfi. Þeir eru ekki að gera neitt til að bæta hana, gera hana að sterkari manneskju.“
Bandaríkin Erlend sakamál Sjálfstæðisflokkurinn Fangelsismál Mál Söndru Sigrúnar Fenton Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira