Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 08:05 Boris Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Mosktu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. EPA Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira