Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 08:05 Boris Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Mosktu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. EPA Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira