Fyrstu hjónin utan Bandaríkjanna sem eru tilnefnd til Óskars Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. mars 2022 14:01 Javier Bardem og Penélope Cruz. JUAN NAHARRO GIMENEZ/WIREIMAGE Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í kvöld. Í fyrsta sinn í sögunni eru hjón sem ekki hafa ensku að móðurmáli tilnefnd sem besti leikari og leikkona fyrir leik í aðalhlutverki. Spænsku leikararnir Penélope Cruz og Javier Bardem eru 6. hjónin sem eru tilnefnd samtímis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndaleik, en þau eru fyrstu hjónin utan hins enskumælandi heims. Þetta er 4. tilnefning beggja og þau hafa bæði hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni, hann árið 2008 fyrir magnaðan leik í kvikmynd þeirra Cohen-bræðra, No Country for Old Men og Cruz, ári síðar, fyrir leik sinn í mynd Woody Allens, Vicky, Christina, Barcelona. Þar léku þau einmitt saman og þar hófst ástarsamband þeirra, árið 2007. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn Lúnu og Leó. Leiðir þeirra lágu þó saman miklu fyrr, þegar þau léku saman í hinni ögrandi og stórskemmtilegu mynd Jamón, jamón, sem á hinu ástkæra og ylhýra útleggst einfaldlega Skinka, skinka. Það var árið 1992, en þá var Cruz einungis 16 ára gömul. Þau voru það sama ár bæði valin nýliðar ársins í spænskum kvikmyndum og hafa verið í fremstu röð síðan. Ólíkur bakgrunnur Bakgrunnur þessara stjörnuhjóna gæti þó vart verið ólíkari. Javier Bardem, sem er 53ja ára, er fæddur inn í eina mestu leikarafjölskyldu Spánar, móðir hans, afi og amma, systkini, frændur og frænkur eru leikarar og forfeður hans hafa leikið eða komið að kvikmyndagerð frá örófi. Það var því nánast skrifað í skýin að hann myndi feta þá sömu stigu. Sú var ekki raunin, með Penélope Cruz. Hún er 48 ára, fædd í úthverfi í Madrid, dóttir kaupmanns og hárgreiðslukonu, en með því að ljúga til um aldur fékk hún hlutverk í hinni fyrrnefndu mynd Skinka, skinka. Þau eru fyrstu Spánverjarnir sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna, hann var fyrst tilnefndur árið 2001 og hún var fyrst tilnefnd árið 2007. Spánverjar bíða spenntir Bardem segist vera afskaplega ánægður með tilnefningarnar, sérstaklega tilnefningu eiginkonunnar, án hennar hefði hans tilnefning verið einskis virði. Penélope segir að þau hjón hafi fylgst með þegar tilnefningarnar voru tilkynntar fyrir rúmum mánuði. Fyrirfram hafi þau talið ómögulegt að þau yrðu bæði tilnefnd. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J2Raeh-Cwss">watch on YouTube</a> Hún segir að þau hafi öskrað hlegið og grátið þegar nöfn þeirra voru lesin upp, en Javier segir að þau verði þau sallaróleg á rauða dreglinum í kvöld. Hann er handviss um að fara ekki heim með Óskar númer tvö, en það sé aldrei að vita með Penélope. Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað óhemjumikið um hjónakornin um helgina, en almennt telja kvikmyndaspekingar þeirra Spánverja ólíklegt að þau hreppi styttuna eftirsóttu. Spánverjar bíða engu að síður með öndina í hálsinum, búist er við að milljónir Spánverja fylgist með hátíðinni í beinni útsendingu, en alls eru fjórir Spánverjar tilefndir til Óskarsverðlauna í kvöld. Spánn Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01 Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Spænsku leikararnir Penélope Cruz og Javier Bardem eru 6. hjónin sem eru tilnefnd samtímis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndaleik, en þau eru fyrstu hjónin utan hins enskumælandi heims. Þetta er 4. tilnefning beggja og þau hafa bæði hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni, hann árið 2008 fyrir magnaðan leik í kvikmynd þeirra Cohen-bræðra, No Country for Old Men og Cruz, ári síðar, fyrir leik sinn í mynd Woody Allens, Vicky, Christina, Barcelona. Þar léku þau einmitt saman og þar hófst ástarsamband þeirra, árið 2007. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn Lúnu og Leó. Leiðir þeirra lágu þó saman miklu fyrr, þegar þau léku saman í hinni ögrandi og stórskemmtilegu mynd Jamón, jamón, sem á hinu ástkæra og ylhýra útleggst einfaldlega Skinka, skinka. Það var árið 1992, en þá var Cruz einungis 16 ára gömul. Þau voru það sama ár bæði valin nýliðar ársins í spænskum kvikmyndum og hafa verið í fremstu röð síðan. Ólíkur bakgrunnur Bakgrunnur þessara stjörnuhjóna gæti þó vart verið ólíkari. Javier Bardem, sem er 53ja ára, er fæddur inn í eina mestu leikarafjölskyldu Spánar, móðir hans, afi og amma, systkini, frændur og frænkur eru leikarar og forfeður hans hafa leikið eða komið að kvikmyndagerð frá örófi. Það var því nánast skrifað í skýin að hann myndi feta þá sömu stigu. Sú var ekki raunin, með Penélope Cruz. Hún er 48 ára, fædd í úthverfi í Madrid, dóttir kaupmanns og hárgreiðslukonu, en með því að ljúga til um aldur fékk hún hlutverk í hinni fyrrnefndu mynd Skinka, skinka. Þau eru fyrstu Spánverjarnir sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna, hann var fyrst tilnefndur árið 2001 og hún var fyrst tilnefnd árið 2007. Spánverjar bíða spenntir Bardem segist vera afskaplega ánægður með tilnefningarnar, sérstaklega tilnefningu eiginkonunnar, án hennar hefði hans tilnefning verið einskis virði. Penélope segir að þau hjón hafi fylgst með þegar tilnefningarnar voru tilkynntar fyrir rúmum mánuði. Fyrirfram hafi þau talið ómögulegt að þau yrðu bæði tilnefnd. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J2Raeh-Cwss">watch on YouTube</a> Hún segir að þau hafi öskrað hlegið og grátið þegar nöfn þeirra voru lesin upp, en Javier segir að þau verði þau sallaróleg á rauða dreglinum í kvöld. Hann er handviss um að fara ekki heim með Óskar númer tvö, en það sé aldrei að vita með Penélope. Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað óhemjumikið um hjónakornin um helgina, en almennt telja kvikmyndaspekingar þeirra Spánverja ólíklegt að þau hreppi styttuna eftirsóttu. Spánverjar bíða engu að síður með öndina í hálsinum, búist er við að milljónir Spánverja fylgist með hátíðinni í beinni útsendingu, en alls eru fjórir Spánverjar tilefndir til Óskarsverðlauna í kvöld.
Spánn Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01 Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01
Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00