Viðskiptavinur kom starfsmönnum Domino's til bjargar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:48 Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að starfsfólkið sé alltaf sett í fyrsta sæti. Samsett Ósáttur kúnni kastaði pizzu í starfsmann Domino‘s í Skeifunni rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Vaskur viðskiptavinur kom starfsmönnum verslunarinnar til bjargar og forstjóri segir að starfsmanninum hafi ekki orðið meint af. Hann leitar nú að bjargvættinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að einstaklingarnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi segir atvik á borð við þessi alltaf leiðinleg. Málið fari sinn veg hjá lögreglunni en fyrirtækið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort til standi að kæra. Taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun „Hann verður reiður einhver kúnni því hann taldi sig hafa fengið vitlausa pöntun og hafði í hótunum við starfsfólkið. Eftir einhverjar hótanir fram og til baka til starfsfólksins þá kemur vaskur viðskiptavinur og fleygir honum út. Og það endar með því að hann fleygir þarna frá sér einhverjum vörum og svona. Búðinni var í raun ekki lokað en við ræstum út rekstrarteymið okkar. Við töluðum við viðkomandi starfsmann og það var allt í góðu,“ segir Magnús og bætir við að starfsmaðurinn hafi kosið að vinna áfram. Honum hafi þó að sjálfsögðu staðið til boða að fara heim. Vill þakka viðskiptavininum fyrir hjálpina Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort margir hafi verið inni á Domino‘s þegar atvikið átti sér stað en segist þakklátur fyrir aðstoð viðskiptavinarins. „Það er fyrst og fremst geggjað að viðskiptavinur hafi stokkið inn og hjálpað til. Og við erum að reyna að leita viðkomandi uppi til að geta launað honum hjálpina. Ef hann vill gefa sig fram þá væri það mjög gott,“ segir Magnús og kveðst vilja launa honum ríkulega fyrir hjálpina. „Það er starfsfólkið manns sem maður hefur áhyggjur af, mér er alveg sama um pizzuna,“ segir Magnús Hafliðson forstjóri Domino's. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Hentu pizzu í starfsmann og flúðu áður en lögreglan kom Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna tveggja sem höfðu kastað pizzasneið í starfsmann á veitingastað í Múlunum í Reykjavík. Tvíeykið flúði áður en lögreglu bar að garði. 26. mars 2022 07:36