Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 15:10 Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20