Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 15:10 Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20