Kosning til Stúdentaráðs HÍ fór fram í gær og í dag en úrslitin voru tilkynnt á tólfta tímanum í kvöld. Röskva vann einnig kosningar til háskólaráðs og fékk kjörna tvo fulltrúa nemenda af tveimur í ráðið. Varamenn í háskólaráði eru einnig báðir úr röðum Röskvu.
Röskva náði öllum fulltrúum á þremur sviðum, þrjá á hugvísindasviði, þar sem Vaka kom ekki með framboð á því sviði, þrjá á verkfræði- og náttúruvísindasviði, og þrjá á heilbrigðisvísindasviði.
Vaka heldur sínum fulltrúa á félagsvísindasviði en Röskva er þar með fjóra fulltrúa. Þá bætir Vaka við sig einum fulltrúa á menntavísindasviði, þar sem Röskva er með tvo fulltrúa.
Heildarkjörsókn í kosningunum til Stúdentaráðs í ár var 21,7 prósent þar sem 2.626 greiddu atkvæði, og 17,95 prósent til háskólaráðs, þar sem 2.572 greiddu atkvæði.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig fulltrúarnir raðast.
Eftirfarandi hlutu kjör á Hugvísindasviði:
- Rakel Anna Boulter, Röskva
- Draumey Ósk Ómarsdóttir, Röskva
- Magnús Orri Aðalsteinnson, Röskva
Félagsvísindasvið - Kjörsókn var 22,79%
- Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Röskva
- Viktor Ágústsson, Röskva
- Dagur Kárason, Vaka
- Diljá Ingólfsdóttir, Röskva
- Elías Snær Torfason, Röskva
Menntavísindasvið - Kjörsókn var 15,13%
- Auður Eir Sigurðardóttir, Röskva
- Ísak Kárason, Röskva
- Ísabella Rún Jósefsdóttir, Vaka
Verkfræði- og náttúruvísindasvið - Kjörsókn var 29,27%
- Brynhildur R Þorbjarnardóttir, Röskva
- Sigurþór Maggi Snorrason, Röskva
- Dagmar Óladóttir, Röskva
Heilbrigðisvísindasvið - Kjörsókn var 25,52%
- Andri Már Tómasson, Röskva
- Sigríður Helga Ólafsdóttir
- Dagný Þóra Óskarsdóttir, Röskva
Háskólaráð - Kjörsókn var 17,95%
- Brynhildur K Ásgeirsdóttir, Röskva
- Katrín Björk Kristjánsdóttir, Röskva
Varamenn í haskólaráði í 3. og 4. sæti:
- Rebekka Karlsdóttir, Röskva
- Ingvar Þóroddsson, Röskva