Íslenski boltinn

Besta deild kvenna verður í Football Manager

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Spilarar Football Manager munu geta spreytt sig sem þjálfarar Íslandsmeistara Vals.
Spilarar Football Manager munu geta spreytt sig sem þjálfarar Íslandsmeistara Vals. Vísir/Hulda Margrét

Football Manager, fótboltatölvuleikurinn vinsæli, mun bjóða spilurum að setja sig í spor þjálfara í Bestu deild kvenna í næstu útgáfu sinni.

Seinasta sumar var greint frá því að í kvennalið yrðu með í leiknum í fyrsta skipti síðan leikurinn kom fyrst út árið 1992. Þá kom fram að á næstu árum yrði unnið í því að gera spilurum kleift að stjórna liðum af báðum kynjum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til leiksins þá snýst Football Manager út á það að setja sig í spor þjálfara, eins og nafnið kannski gefur til kynna. Sem þjálfari tekur þú við einhverju liði og reynir svo að stýra því eins vel og þú getur líkt og alvöru þjálfarar myndu gera.

Nú þegar eru efstu tvær karladeildirnar á Íslandi í leiknum, en nú virðist sem einnig verði hægt að stýra liðum í efstu deild kvennaboltans. Helena Jónsdóttir vinnur í því að smíða gagnasafnið fyrir Sports Interactive, framleiðanda leiksins, og hún hefur óskað eftir fleirum í teymið til að aðstoða við að gera deildina sem raunverulegasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×