„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2022 06:51 Joe Biden Bandaríkjaforseti kom til Brussel í gærkvöldi. AP/Olivier Matthys Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira