Ferðaþjónustan kemur saman að nýju Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 21. mars 2022 14:30 Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnheiður Jóhannsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða. Mannamót var síðast haldið í janúar 2020 og má því gera ráð fyrir að í þetta sinn munum við sjá breytingar á fyrirtækjum og mannskap. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tekið á og fyrirtæki þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og markaðsbresti. Á sumum svæðum tók innanlandsmarkaður að einhverju leyti við en á öðrum svæðum þurrkaðist ferðaþjónustan nánast út og mun taka tíma að ná fyrri stöðu. Framundan er ár uppbyggingar og vaxtar. Bókanir fyrir sumarið líta vel út og mikill ferðavilji er greinilegur. Ferðaþjónustan hefur núna tækifæri til endurskipulagningar og þarf að leggja mikla áherslu á að byggja upp framboð þjónustu um allt land, fá aftur til sín starfsfólk sem hvarf til annarra starfa og hefja fjárfestingar á ný. Á sama tíma eru nýjar áherslur að birtast svo sem varðandi kröfur um sjálfbærni og breytt ferðahegðun. Á Mannamóti gefst tækifæri til að ræða málin, skiptast á hugmyndum, efla viðskiptasambönd og kynna þjónustu eða ný verkefni. Þessi vettvangur hefur fest sig í sessi sem ein stærsta ferðakaupstefna á Íslandi og verða þar án efa miklir fagnaðarfundir við þetta tækifæri hjá samstarfsaðilum sem hafa lítið getað hist síðustu tvö árin. Endurreisn ferðaþjónustunnar er að hefjast af krafti. Höfundur er talskona Markaðsstofa landshlutanna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar