Lýðræðisveisla í Valhöll Brynjar Níelsson skrifar 18. mars 2022 11:00 Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka. Þegar margir góðir kostir eru í boði er vandi að velja. Skiptir máli að listinn verði á endanum fjölbreytilegur, blanda af reynslumiklu fólki í borgarpólitík og svo ferskum nýliðum, sem hafa mikið fram að færa og þora að láta skoðun sína í ljós og eru fylgnir sér. Þeir eru nokkrir nýliðarnir þannig og má sérstaklega nefna Helga Áss Grétarsson, sem ég tel að væri mikill styrkur fyrir borgarbúa að hafa í borgarstjórn. Helgi Áss hefur mótaðar skoðanir og óhræddur við að tjá þær. Slíkir menn eru ekki á hverju strái nú um stundir.Hann er skákmeistari og sér marga leiki fram í tímann, sem er mjög mikilvægt í pólitík og gæti nýst mjög vel í skipulagsmálum borgarinnar. Hann er einnig gamall landsliðsmarkvörður með yngri landsliðum Íslands og þróaði með mér mikla yfirsýn yfir völlinn og stjórnaði vörninni. Helgi Áss er hógvær maður og þótt hann sé fylginn sér er hann þægilegur og hlustar á aðra, ólíkt þeim sem þetta ritar.Hann er rökvís og kemur hugsun sinni vel frá sér, bæði í rituðu og töluði máli, sem er ekki algengt hjá stjórnmálamönnum. Sjálfstæðismenn munu ekki sjá eftir því að veita honum brautargengi í prófkjörinu. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka. Þegar margir góðir kostir eru í boði er vandi að velja. Skiptir máli að listinn verði á endanum fjölbreytilegur, blanda af reynslumiklu fólki í borgarpólitík og svo ferskum nýliðum, sem hafa mikið fram að færa og þora að láta skoðun sína í ljós og eru fylgnir sér. Þeir eru nokkrir nýliðarnir þannig og má sérstaklega nefna Helga Áss Grétarsson, sem ég tel að væri mikill styrkur fyrir borgarbúa að hafa í borgarstjórn. Helgi Áss hefur mótaðar skoðanir og óhræddur við að tjá þær. Slíkir menn eru ekki á hverju strái nú um stundir.Hann er skákmeistari og sér marga leiki fram í tímann, sem er mjög mikilvægt í pólitík og gæti nýst mjög vel í skipulagsmálum borgarinnar. Hann er einnig gamall landsliðsmarkvörður með yngri landsliðum Íslands og þróaði með mér mikla yfirsýn yfir völlinn og stjórnaði vörninni. Helgi Áss er hógvær maður og þótt hann sé fylginn sér er hann þægilegur og hlustar á aðra, ólíkt þeim sem þetta ritar.Hann er rökvís og kemur hugsun sinni vel frá sér, bæði í rituðu og töluði máli, sem er ekki algengt hjá stjórnmálamönnum. Sjálfstæðismenn munu ekki sjá eftir því að veita honum brautargengi í prófkjörinu. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar