Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2022 11:37 Birgir Jónsson forstjóri Play segir tap síðasta árs engan veginn til marks um skipsbrot. vísir/Vilhelm Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“ Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Í ársreikningi Play sem var birtur í gær og kynntur fjárfestum í morgun kemur fram að félagið tapaði um 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Birgir Jónsson forstjóri segir þetta viðbúið á fyrsta rekstrarári en tekjur voru þó undir væntingum sem Birgir segir afleiðingu faraldursins. „En félagið er gríðarlega vel fjármagnað þannig við höfum svo sem alveg bolmagn til að standa undir því enda erum við að horfa til lengri tíma,“ segir Birgir. Reiknað er með viðsnúningi og gert er ráð hagnaði á seinni hluta ársins vegna bókunarstöðu sem er sögð vera góð. „Við erum auðvitað bara nýtt fyrirtæki í uppbyggingarfasa þannig það er ósanngjart að horfa á þennan tímapunkt núna eins og einhver mistök eða skipsbrot. Það er langt frá því.“ Segja má að ytri aðstæður séu þó enn og aftur ekki hagstæðar þar sem olíuverð hefur hækkað hratt vegna stríðsins í Úkraínu og viðskiptaþvingana. Félagið stendur berskjaldað frammi fyrir þeim þar sem það er ekki með eldsneytisvarnir sem koma sér vel þegar verð hækkar svo mikið og skyndilega. Við þessu verður brugðist með upptöku olíugjalds á miðaverð. „Þetta gjald mun koma til frá og með næsta mánudegi og mun sveiflast eftir áfangastöðum og öðrum breytum.“ Gjaldið mun koma fram í sundurliðun í miðaverði. Birgir segir reiknað með að hækkandi olíuverð kosti félagið um tíu milljónir dollara á þessu ári, eða um 1,3 milljarða á núverandi gengi. „Og við þurfum að ná þeim tíu milljónum dollara til baka. Við verðum kannski með milljón farþega þannig við þurfum kannski að hækka miðann um tíu dollara allavega.“ Tekjur PLAY á síðasta ári námu 16,4 milljónum Bandaríkjadala en tapið 22,5 milljónum dala.vísir/Vilhelm Einnig þurfi að huga að rekstrarkostnaði. Kemur til greina að endurskoða flugleiðirnar? „Þetta er allt til endurskoðunar. Öll flugfélög eru sífellt að endurskoða hvert er flogið og hvenær en við erum ekki með nein svona stór áform í því. Þetta verða kannski smá stillingar hér og þar,“ segir Birgir. Hann bendir á að ástandið hafi áhrif á samfélagið allt og að fá ef nokkur fyrirtæki séu undanskilin. „Ég held að við öll á Íslandi og í öðrum löndum þurfum að horfast í augu við það að allt sem við notum og allar vörur sem við kaupum munu hækka í verði núna á næstunni.“
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Neytendur Bensín og olía Play Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira