Hannes hættur eftir glæstan feril: „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir í mínum villtustu draumum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 10:30 Hannes Þór Halldórsson glaðbeittur eftir jafnteflið fræga við Argentínu á HM 2018, þar sem hann varði vítaspyrnu Lionels Messi. EPA-EFE/PETER POWELL Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022.
Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira