Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu tíðindi:
- Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu segir að heimsbyggðin sjái Vladimír Pútín Rússlandsforseta nú fyrst í réttu ljósi.
- Fulltrúar Úkraínustjórnar og Rússlands funduðu í gegnum fjarfundabúnað í dag og munu funda aftur á morgun.
- Þá munu fulltrúar Bandaríkjanna og Kína hittast í Róm til að ræða beiðni Rússa til Kínverja um vopna og efnahagslega aðstoð.
- Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, segist vera í Úkraínu og berjast með rússneskum hersveitum.
- 2,7 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrás Rússa hófst.
- Sameinuðu þjóðirnar segja matvælaverð mögulega munu hækka um allt að 22 prósent vegna átakanna í Úkraínu.
