Engar lóðir í Hafnarfirði? Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2022 10:31 Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun