Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 18:18 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði ef Willum Þór fær vilja sínum framgengt. Vísir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“