Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun