Lækkum fasteignagjöld tafarlaust Þórður Gunnarsson skrifar 9. mars 2022 15:30 Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun