Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:55 Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – sem nemi fjórum milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna. Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni. Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni.
Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira