Þú nærð mér ekki aftur, Dagur Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun