Vinirnir vinnandi í Ástralíu en ekki ég… af því að ég er Íslendingur! Bjarni Þór Hannesson skrifar 4. mars 2022 14:01 Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2004 upplifði ég ótrúlegt óréttlæti. Af því að ég er Íslendingur, þá mátti ég ekki fara að vinna í Ástralíu yfir veturinn á meðan allir vinir mínir (erlendir) fóru. Það er nefnilega rannsóknarefni af hverju íslensk stjórnvöld hafa ekki séð til þess að tryggja ungu fólki sama rétt og öll okkar viðmiðunarlönd telja sjálfsagðan hlut. Út af því missti ég af tækifæri lífs míns. Hvað sagðir þú að þú gerðir?! Ég tilheyri starfsstétt grasvallafræðinga. Við erum sérfræðingar í viðhaldi á gras íþróttavöllum, s.s. golfvellir, knattspyrnuvellir, krikketvellir o.s.fr. Eitt af því sem einkennir mína stétt er að á upphafsárum starfsframa okkar viljum við prófa að vinna um allan heim í mismunandi veðurfari. Þannig öðlumst við mestu reynsluna og skilning á gras plöntunni. Einnig byggir maður upp mikilvægt tengslanet sem er manni ómetanlegt. Leitin að endalausa sumrinu Á fyrstu árum starfs ferilsins er auðvelt að komast í sumarstarf, en þeim mun erfiðara að næla sér í heilsársstarf, enda reynslubankinn ekki orðin stór. Besta leiðin til að hlaða í reynslubankann er að nýta sér sumrin fyrir sunnan miðbaug (okt. til apríl). Þannig fara ansi margir grasvallafræðingar og vinna í 6 mánuði í Ástralíu/Nýja Sjálandi/Suður Afríku (o.fl. löndum) og vinna svo næstu 6 einhversstaðar í Evrópu eða N. Ameríku. Hið endalausa sumar hljómar vel núna þegar hver stormurinn á fætur öðrum herjar á okkur. Höfnunin Þetta var einmitt það sem ég ætlaði að gera að loknu námi í Skotlandi árið 2004. Ég kvaddi bekkjabræður mína og samstarfsfélaga. Kevin fór til Ástralíu. Robbie fór til Nýja Sjálands. Ég… ég fór að selja túbusjónvörp í BT í Kringlunni. Þá var ég í hópi 4 mest menntuðu Íslendinga í grasvallafræðum (af um 40 manns þá). Ferillinn tók smá pásu. Ég hefði kannski hrökklast úr faginu og farið og gert eitthvað annað. Sérhæft mig í sölu Mini Disk spilara og Zip drifa. Það var jú framtíðin þá. Áhugalaus stjórnvöld Þarna um sumarið komst ég að því að Ísland var ekki með neina “Youth mobility scheme” samninga við Ástrali eða Nýsjálendinga. Þetta eru tímabundnar vegabréfsáritanir (12 mánuðir) fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára. Með heimildinni fylgir atvinnuleyfi. Þú að vísu mátt ekki vinna lengur en í 6 mánuði á sama stað, en það er fullkomið fyrir golfvallageirann. Árið 2004 var einfaldlega ekki heimild í lögum að gera slíka samninga og takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að standa í slíku samstarfi. Árið 2008 var hins vegar sett í lög heimild sem leyfði slíkt, en þá var miðað við úreltar aldursreglur upp á 18-26 ár. Allar þjóðir miðuðu þá við 18-30 ár eða jafnvel 18-35 ár. Enn sem komið er eru engir slíkir samningar við lönd sunnan miðbaug, að hluta vegna þessarar úreldu aldursreglu. Utanríkisráðherra með skikkju á hvítum hesti Ég hoppaði hæð mína nú um daginn þegar ég sá að utanríkisráðherra ætlar að leggja til lagabreytingu sem heimilar gerð slíkra samninga með aldursviðmið upp á 18-30 ár. Þetta er nauðsynlegur hluti af Brexit samkomulagi Íslands og Breta. Þar er auðvitað “Youth Mobility Scheme” samkomulag. Bretunum finnst það sjálfsagður hlutur. Staðan í dag er sú að 30 ára Íslendingar meiga vinna í Bretlandi, en við leyfum engum Breta yfir 26 ára aldri að fá þessa vegabréfsheimild. Það er eitthvað sem gengur ekki upp. Girðum okkur í brók og jöfnum stöðuna fyrir unga Íslendinga Ég ætla því að skora á framkvæmdarvaldið að fara strax í að klára samninga við lönd á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland. Skortur á þessum samningum hefur haft mjög neikvæð áhrif á endurnýjun í mínu fagi. Það skiptir okkur miklu máli að geta sent ungt fólk sem hefur áhuga á faginu, suður fyrir miðbaug á veturna til að safna í reynslubankann. Við missum allt of marga út úr faginu þar sem þau ná ekki að gera þetta að 12 mánaða starfi á fyrstu árum ferilsins. Íslensk ungmenni eiga sömu tækifæri skilið og nágrannaþjóðir okkar telja sjálfsögð. Klárum þetta mikilvæga mál sem fyrst. Höfundur er grasvallatæknifræðingur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun