Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. „Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
„Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39