Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 3. mars 2022 16:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun