Rétta hugarfarið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 3. mars 2022 07:31 Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Magnús Jóhann Hjartarson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun