Úkraínumenn á Íslandi Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar. Fólk getur fengið tímabundið dvalarleyfi að hámarki í eitt ár og síðan framlengingu aftur að hámarki í eitt ár ef viðkomandi er enn í vinnu hjá því fyrirtæki sem sótti um leyfið upphaflega. Eftir að framlengt dvalarleyfi rennur út verður fólkið að hverfa úr landi og fær ekki að koma aftur til Íslands næstu tvö árin. Ef fólk fer frá landinu innan þess tíma sem dvalarleyfið gildir, og er utanlands lengur en 90 daga, fellur dvalarleyfið niður. Tímabundið dvalarleyfi veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar geta því ekki haft börn sín með sér í þessar vinnubúðir, aðeins sá sem mætir til vinnu má búa hér. Úkraínskt verkafólk vinnur margt í eggja-, hænsna- og svínabúum í nágrenni höfuðborgarinnar, í byggingavinnu og við hótelstörf. Mörg fyrirtæki eru hreint og beint rekin á bakinu á þessu fólki, sem býr hér við takmörkuð réttindi. Þess eru líka dæmi að eigendur starfsmannaleiga lifa kóngalífi af að leigja út aðeins örfáa verkamenn, hirða þóknanir vegna vinnu þessa fólks en rukka líka verkafólkið um okurleigu á vondu húsnæði, stundum bara rúmfleti í herbergi með fjórum öðrum. Verkafólkið getur ekki kvartað, það er ofurselt kúgurum sínum. Ísland er að verða æ líkara einhverri Dickens-veröld, þar sem sjálfsagt þykir að níðast á öðru fólki, blóðmjólka það og okra á því. Fyrsta skrefið til stuðnings íbúum Úkraínu hlýtur að vera að veita þessu fólki dvalarleyfi án tengsla við tiltekin fyrirtæki, heimild til að fá til sín fjölskyldur sínar og þess að njóta frelsis og almennra mannréttinda. Það eru átök í heiminum milli þeirra sem berjast fyrir frelsi og mannlegri reisn og þeirra sem vilja drottna yfir fólki, kúga það og halda því sem vinnuhjúum húsbænda sinna. Sú víglína er ekki aðeins í Úkraínu heldur klífur hún íslenskt samfélag. Og því miður þá hafa þau sem virða hvorki frelsi fólks né réttindi töglin og hagldirnar hérlendis. Einhver gæti sagt að við séum ekki komin lengra, en það væri réttara að segja að við vorum komin lengra en síðan hefur þróunin snúist við. Með því að flytja inn fólk sem vinnuafl og aðgreina það utan samfélags hefur magnast hér upp þrældómur og mannfyrirlitning. Með því að lita á erlent fólks sem "aðra" hefur fólk sem hefur aðstöðu til þess umgengist þetta fólk sem eign sína, fært til þau mörk sem eiga að verja réttindi fólks og frelsi. Og þetta hefur verið gert með blessun stjórnvalda, þ.m.t. ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Kannski verður innrásin í Úkraínu til þess að þrælabúðirnar verði opnaðar og fólkinu hleypt út. Guð láti gott á vita. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun