Samgöngu- og þróunarásar höfuðborgarsvæðisins Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 2. mars 2022 09:00 Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður. Fjárfestingar Betri samgangna ohf. í Borgarlínu, göngu- og hjólastígum og stofnvegum eru ekki bara metnaðarfull samgönguverkefni. Á sama tíma eru þær lykilþáttur í þróun byggðar, umhverfis og lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu og munu fjölga valkostum þegar kemur að samgöngum. Mikill vöxtur Síðustu ár hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði fjölgað um 90 manns á viku. Með því samgönguskipulagi og ferðavenjum sem við þekkjum í dag má jafnhliða búast við að bílaflotinn á gatnakerfinu stækki um 50 bíla á viku. Svo kemur næsta vika. Viðfangsefnið er því ekki aðeins staðan eins og hún er í dag. Í kröftugum vexti er viðfangsefnið að skipuleggja hvernig íbúar komast á milli staða með skilvirkum og hagkvæmum hætti og á sama tíma hvar staðsetja á nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Svæðisskipulag 2040 samvinna sveitarfélaganna Við mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 varð ljóst að nær ómögulegt verður að brjóta byggingarland og byggja upp samgöngukerfi fyrir næstu kynslóðir íbúa með sama hætti og á síðustu öld. Sveitarfélögin sameinuðust því um að breyta um kúrs í skipulagi byggðar og samgangna. Í svæðisskipulagi til ársins 2040 eru skýr markmið um aukna sjálfbærni, meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands og grunnkerfa samgangna sem m.a. á að ná með áherslu á uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis. Að stytta vegalengdir fólks í daglega lífinu. Samgöngu- og þróunarásar með hágæða almenningssamgöngum, Borgarlínu, og hjólastígum sem tengja sveitarfélögin og helstu uppbyggingasvæði þeirra saman eru hryggjarstykkið í svæðisskipulaginu. Þar eru betri almenningssamgöngur og betri innviðir fyrir hjólandi og gangandi í forgangi og stuðlað að því að sem flestir geti farið ferða sinna með hagkvæmum og vistvænum hætti. Á sama tíma er meginþunga vaxtar og uppbyggingar beint á miðkjarna og samgöngu- og þróunarása innan núverandi byggðar. Hlutfall íbúðabyggðar á þessum áherslusvæðum á samkvæmt svæðisskipulaginu að vaxa úr 30% árið 2012 í 66% árið 2040. Borgarskipulag tekur mið af samgöngum Í nýlegri þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið kemur fram að á milli 60-70% af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem byggja á næstu fimm árin eru innan áhrifasvæðis fyrirhugaðra hágæða almenningssamgangna. Sveitafélögin eru í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins að vinna að hagkvæmum vexti með meiri þéttleika og blöndun byggðar við þessa vistvænu samgönguása en annars staðar. Þá sést vel í metnaðarfullum uppbyggingaráformum helstu fasteignafélaga landsins að þau eru í góðum takti við þessa þróun og eru að skipuleggja eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði. Við fyrstu lotu framkvæmda Borgarlínu eru mörg spennandi þróunarsvæði sem byggjast munu upp á næstu árum t.d. Ártúnshöfði, Elliðaárvogur, Skeifan, Suðurlandsbraut, Kársnes og Hamraborg að ógleymdri miðborginni og Landspítalasvæðinu. Þá eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík að vinna spennandi áætlanir um þróun sinna háskólasvæða með Borgarlínuna sem hryggjarstykki til framtíðar. Erlend borgarsvæði sem eru að vaxa, líkt og höfuðborgarsvæðið eru undantekningalítið að stefna áfram í sambærilega átt, að byggja upp þéttara borgarsamfélag á ásum með skilvirkum, hagkvæmum og vistvænum samgöngum. Með samgöngu- og þróunarásum höfuðborgarsvæðisins er leitast við að lágmarka sóun, að mæta flóknum áskorunum nútímans og framtíðarinnar og búa til fleiri valkosti í byggð og samgöngum fyrir vaxandi íbúafjölda. Höfundur er forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar