Í hvaða flokki er barnið þitt? Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:30 Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun