Í hvaða flokki er barnið þitt? Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:30 Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar