Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:44 Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóðina í nótt. AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Pútín sagði að það væri óhjákvæmilegt að til átaka kæmi milli rússneskra og úkraínskra hersveita. Hann sagði einnig að Rússar ætli sér ekki að hernema úkraínskt landsvæði. Pútín sagði í ávarpi sínu að markmið Rússa með aðgerðunum væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann segir grassera í landinu. Rússar gætu ekki lengur sætt sig við það sem hann lýsir sem hótunum af hendi Úkraínumanna. Hvatti hann jafnframt úkraínska hermenn til að leggja niður vopn og að Úkraínustjórn bæri ábyrgð á öllum þeim blóðsúthellingum sem kynnu að verða. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað því að verið sé að ráðast á úkraínskar borgir heldur sé spjótum beint að innviðum úkraínska hersins, varnarkerfum og flugher landsins. Hátæknivopnum, mjög nákvæmum, séu notuð til þess, að því er segir í rússneska fjölmiðlinum RIA. Í ávarpi sínu varaði rússneski forsetinn jafnframt við því að önnur ríki færu að skipta sér af deilunni. Rússar myndu þannig bregðast við undir eins færi einhver þriðji aðili að skipta sér af.
Rússland Átök í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23