Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll Tatjana Latinovic skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt. Allar breytingar á löggjöf sem skerða mannréttindi fólks og niðurskurður til samtaka sem vinna að réttargæslu fólks er váleg vegferð á umrótartímum þegar ófriður er í lofti og ástand í heiminum verður sífellt ótryggara. Ég skora á íslensk stjórnvöld að sýna manngæsku og mannúð í verki. Kvenréttindafélag Íslands stendur vörð um jafnrétti allra og þess vegna sendi stjórn félagsins í vikunni eftirfarandi ályktun: Ályktun Kvenréttindafélags Íslands Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi) þar sem ekki er tekið tillit til sérstakrar stöðu kvenna eða annarra jaðarhópa, ekkert jafnréttismat hefur verið framkvæmt og hunsuð eru þau ólíku áhrif sem breytingum á lögunum hafa á stöðu kynjanna. Það segir eitthvað um stöðu jafnréttismála á Íslandi þegar æðstu stjórnvöld fara ekki eftir sínum eigin reglum um samþættingu jafnréttissjónarmiða. Jafnréttisparadísin Ísland? Íslensk stjórnvöld hafa verið dugleg að hreykja sér af jafnréttisparadísinni okkar við hvert tækifæri bæði heima og erlendis. Konur koma hingað í von að geta fengið sanngjarna meðferð en þeim er oftar en ekki hent út úr landi áður en þær geta talað fyrir sínu máli, sem er grunnkrafa allra lýðræðislega réttarkerfa. Íslendingar eru frægir á alþjóðlegum vettvangi fyrir að hafa þróað alls konar lausnir, lög og reglugerðir til að jafna hlut kynjanna. Þetta á að ná til allra á Íslandi, ekki bara okkar sem innfædd eru heldur einnig til okkar sem flytja hingað og okkar sem leita hér verndar. Aðgerðir til að ná kynjajafnrétti eiga að ná til allra kvenna, líka kvenna á flótta. Kynjasjónarmið þurfa því að vera höfð í huga við úrvinnslu allra mála, líkt og breytingum á útlendingalögum. Kvenréttindafélagið hvetur stjórnvöld til að standa með mannréttindum Samhliða þessum frumvarpsdrögum hafa stjórnvöld rift samningi sínum við einn mikilvægasta málsvari hælisleitenda, Rauða Kross Íslands, svo þau geta ekki lengur haldið uppi lögfræðiaðstoð til hælisleitenda. Þar með er grafið undan þekkingu og reynslu innan stjórnsýslunnar til að sinna málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar til að vernda konur, þar með talið þær sem eru á flótta, sáttmála líkt og Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Kvenréttindafélagi Íslands þykir enn fremur leitt að sjá að ákvarðanir dómsmálaráðherra í útlendingamálum ganga þvert á gildandi stjórnarsáttmála, en þar kemur fram að jafnrétti kynjanna sé mikilvægur þáttur í heilbrigðu samfélagi og verði áfram forgangsmál. Mikilvægt er að stjórnvöld framfylgi stjórnarsáttmálanum og tryggi það að kynjajafnrétti gildi fyrir alla, óháð uppruna og samfélagsstöðu. Stöndum vörð um jafnrétti Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins. Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingisfólk til að samþykkja engar breytingar á lögum sem skerða grundvallarmannréttindi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar