Kæra ríkisstjórn, við hverju mega þessir 800 erlendu sérfræðingar búast? Alondra Silva Munoz skrifar 23. febrúar 2022 20:01 (English below) Í dag las ég grein í Frettablaðinu þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði að eitt af forgangsverkefnum í ráðuneyti hennar væri að auðvelda komu erlendra sérfræðinga utan EES. Ég var undrandi að lesa þetta metnaðarfulla markmið frá nýja ráðuneytinu, í ljósi eigin persónulegrar reynslu sem fyrrverandi handhafi dvalarleyfis á grundvelli sérfræðiþekkingar, þar sem ég fór í gegnum ótrúlega niðurlægjandi, dýrt og fjandsamlegt umsóknarferli og öll áföllin sem því fylgdi. Ég velti því fyrir mér hvort þessi sama reynsla sé það sem verið er að markaðssetja fyrir fagfólk erlendis. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að fórna starfsframa og framtíð sinni með því að koma með þekkingu sína hingað á meðan kerfið er eins og það er á Íslandi í dag. Það er nokkuð ljóst að fyrst og fremst þurfa útlendingalögin að breytast hvað varðar allar tegundir umsókna. Hvað varðar dvalarleyfi fyrir sérfræðinga, þá þarf breyting að vera á þann veg að komið sé fram við þá af þeirri virðingu og reisn sem allir eiga skilið. Fyrir vinnuveitendur þarf kerfið að geta fangað þá hæfileika sem þeir þurfa og eru réttilega að biðja um. Það þarf breytingu svo að stjórnvöld geti gert þetta metnaðarfulla markmið mögulegt. Svo að samfélagið geti blómstrað með afrakstur þeirrar sérfræðiþekkingar sem þessir einstaklingar munu koma með. Fjandsamlegt innflytjendakerfi Ég vil byrja á því að útskýra hvað ég á við þegar ég segi að kerfið sé fjandsamlegt. Í fyrsta lagi er ferlið flókið og kostnaðarsamt, og nærri ómögulegt fyrir erlenda sérfræðinga að komast í gegnum ferlið hjálparlaust. Umsóknarferlið krefst gífurlegrar pappírsvinnu, og bara það eitt að einfaldlega skilja innflytjendaferlið sjálft tekur heilan vinnumánuð eða meira. Ef sérfræðingur eða styrktaraðili vegabréfsáritunar (væntanlegur vinnuveitandi) hefur fjármagn er hægt að ráða lögfræðistofu sem sérhæfir sig í innflytjendalöggjöfinni. Það er auðvitað mjög kostnaðarsamt þar sem taxti íslensks lögmanns er oft í kringum 25.000 kr á tímann auk vsk. Þetta getur leitt til 1.000.000 króna reiknings til þess að einn sérfræðingur fái dvalar- og atvinnuleyfi. Fari sérfræðingurinn þessa leið þá sinnir lögfræðingur eða lögmaður vinnunni, safnar gögnunum og sér um samskipti við Útlendingastofnun. Langt og kostnaðarsamt ferli Í öðru lagi tekur vinnsla umsókna marga mánuði eftir að öllu hefur verið skilað til stjórnvalda. Það er alls ekki óalgengt að vinnslutími umsókna sé um 6 mánuðir (sjá ÚTL) . Hálft ár er langur tími á vinnumarkaði og kemur slíkur málshraði niður á vinnuveitendum, væntanlegum innfluttum sérfræðingum, sem og fjölskyldum þeirra. Útlendingastofnun tekur við umsóknum og sendir Vinnumálastofnun. Vinnumálastofnun þarf að kanna umsókn sérfræðingsins, vinnumarkaðinn á Íslandi og á EES, ásamt því að hafa samband við viðkomandi stéttarfélög til umsagnar. Eftir marga mánuði gæti verið krafist fleiri skjala, eða krafist frumrita skjala til sönnunnar. Oftsinnis fara frekari samskipti og fyrirspurnir frá Vinnumálastofnun og/eða Útlendingastofnun beint til væntanlegs vinnuveitenda/ styrktaraðila vegabréfsáritunar en ekki til sérfræðingsins. Regluverkið er þannig að það er ótrúlega erfitt fyrir umsækjanda að sanna að hann/hún eigi rétt á atvinnuleyfi því að hver svo sem sérhæfingin er, þá þarf að sýna fram á að nákvæmlega enginn annar mögulegur umsækjandi sé tiltækur á þeim tíma innan EES. Vinnuveitandi og sérfræðingur þurfa að rökstyðja og réttlæta þá ráðningu sem báðir vilja og sýna fram á að enginn sérfræðingur innan EES sé tilbúinn að taka þetta sama starf. Til þess að gera það er nauðsynlegt að auglýsa stöðuna sem vinnuveitandinn þarf að manna svo að það sé mögulegt fyrir alla í Evrópu að sækja um. Þetta getur leitt til mikillar streitu, og áfalla í kjölfarið, að þurfa að keppa um stöðu sem boðið var upp á, bara til að sanna það fyrir ríkisstofnun. Þetta flækjastig, aðgangshindranir, skriffinska, langur málsmeðferðartími og upplýsingaóreiðan sem þessu fylgir gerir ferlið sannarlega kafkaískt fyrir sérfræðinginn. Enginn stuðningur meðan á ferlinu stendur Í þriðja lagi er niðurstaðan að mestu í höndum Vinnumálastofnunar en umsóknin fer þaðan aftur til Útlendingastofnunar eftir því sem ég kemst næst. En hver ber eiginlega ábyrgð á því að þetta allt gangi eftir? Margir atvinnurekendur/vinnustaðir hafa ekki þekkingu, lögfræðinga eða mannauð til að eyða þeim mikla tíma og orku sem svo óþarfa flókið kerfi krefst. Í mörgum tilvikum leiðir það til þess að erlendi sérfræðingurinn þarf að stautast í gegnum kerfið á eigin spýtur. Hver ber ábyrgð á meðan? Til hvers á sérfræðingurinn að leita með spurningar? Þarf sérfræðingurinn að reiða sig á vinnuveitandan? Vinnuveitandinn sem ætlaði að ráða erlendan sérfræðing og er nú reiður út í stjórnvöld fyrir að setja svona miklar hömlur þegar allt sem viðkomandi vill er að fá réttu hæfileikana fyrir fyrirtæki sitt. Vinnuveitendur hafa ekki tíma eða þekkingu, og það sem verra er, þeir spyrja sig réttilega hvort það sé þess virði að fjárfesta í þessum einstaklingi, miðað við allar hindranir stjórnvalda sem eru til staðar. Hvert leitar sérfræðingurinn þá? Til Vinnumálastofnunar? Þeir taka of langan tíma til að svara og fyrir þá er sérfræðingurinn einungis mögulegur umsækjandi um starf, sem enn þarf að sigra alla aðra evrópska umsækjandur sem sækja um í gegnum „Eures“ (atvinnuauglýsingasíða eingöngu fyrir evrópska ríkisborgara). Vinnumálastofnun er þannig ekki í þeirri stöðu að geta aðstoðað eða leiðbeint sérfræðingnum því þeir þurfa að vera hlutlausir til að geta metið alla aðra evrópska umsækjendur. Sérfræðingurinn er m.ö.o. ekki skjólstæðingur Vinnumálastofnunar og getur ekki treyst á liðsinni þeirra. Sérfræðingurinn getur heldur ekki snúið sér til Útlendingastofnunar hvað varðar þessi atriði þar sem þeir hafa ekki upplýsingar um þennan þátt einstakra mála þar sem greiningin og ákvörðunin er tekin af VMST. Ekkert öryggi Í fjórða lagi felur allt ferlið í sér mikla áhættu fyrir bæði erlenda sérfræðingin og vinnuveitendur. Ímyndaðu þér bara að sinna þessu sjálf/ur og fara í gegnum þetta allt, eiga á hættu að umsókn þinni sé hafnað og hafa tapað mánuðum af tíma þínum ásamt tilfinningalegri fjárfestingu fyrir sérfræðinginn og vinnuveitendan. Ímyndaðu þér svo hinn valmöguleikann, að þurfa að borga 1.000.000 krónur eða meira til að fá það afgreitt af útlendingalögfræðingi, sem er minni áhætta, tekur svipað langan tíma, en samt sem áður kann það að enda svo að umsókninni sé hafnað. Lögmannskostnaður og afgreiðslugjald verður ekki endurgreitt og tíminn ekki heldur. Takmarkanir sem fylgja sérfræðileyfi Miðað við allt ofangreint velti ég því fyrir mér: hvernig ætlast þessi ríkisstjórn og sérstaklega þetta ráðuneyti til að fanga og halda í erlenda hæfileika ef þetta er það sem þeir hafa upp á að bjóða? Ennfremur er það sem ég sagði hér að ofan aðeins hugleiðing mín um persónulega reynslu mína varðandi umsóknarferlið sjálft. Ég hef ekki enn vikið að þeim takmörkunum sem felast í því að hafa slíkt dvalarleyfi. Þar á meðal er að sérfræðingurinn getur ekki starfað fyrir neinn annan en vinnuveitandann sem kemur fram á umsókninni, (Sérfr. getur t.d. ekki sinnt ráðgjöf til hliðar með verktöku), þá hefur sérfræðingurinn aðeins þrjá mánuði til að finna annan vinnuveitenda ef til uppsagnar kemur. Eftir þessa 3 mánuði, ef þeir hafa ekki fundið annan vinnuveitanda sem er tilbúinn að fara í gegnum þetta ferli með þeim, verða þeir að yfirgefa landið. Ef vel á að gera í þessum málaflokki þá er jafnframt mikilvægt er að taka á málum sem snúa að inngildingu og aðlögun á vinnustað, mismununun á vinnumarkaði, t.d. þegar erlendu starfsfólki er ekki boðið á fundi sem fara fram á íslensku, vinnustaðarmenningu sem býður upp á „bara íslenska hér“, fagfélög sem viðurkenna ekki erlenda sérfræðinga eða svara jafnvel ekki skilaboðum sé nafnið erlent. Hver græðir á þessari nálgun í innflytjendamálum? Ímyndaðir atvinnuleitendur á Íslandi og í Evrópu? Miðað við markmið ráðherra þá virðist staðan hins vegar vera sú að slíkir íslenskir eða evrópskir sérfræðingar, séu hreinlega ekki til staðar. Fyrst að staðan er sú að þörf er á erlendum sérfræðingum, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að tryggja að þeir þurfi ekki að ganga í gegnum núverandi umsóknarferli, sem er kostnaðarsamt, tímafrekt og niðurlægjandi ásamt því að vera áhættusamt fyrir umsækjendur og atvinnurekendur? Lúxusvandamál? Hvað með öll hin? Allt ofangreint er auðvitað ákveðið lúxusvandamál (e. glass ceiling problem) innflytjenda sem njóta vissra forréttinda í stóra samhenginu, t.d. með því að hafa menntun. Þannig að út frá stéttarsjónarmiði velti ég því fyrir mér, að fyrst að þetta er það sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir menntaða innflytjendur í forréttindastöðu, hver er þá staðan fyrir þá sem ekki eru í eins góðri stöðu? Hvernig er staðan fyrir það fólk sem neyðist til að flytja til landsins, sem er barnshafandi eða á barn? Hvað með þá sem uppfylla af einhverjum ástæðum ekki eitt af ströngum formskilyrðum núverandi kerfis? Þar sem núverandi kerfi hefur ekkert sem kallast almenn umsókn um dvalarleyfi, leiða slík tilfelli því miður til þess að viðkomandi er vísað úr landi. Kæra ríkisstjórn, við hverju mega þessir 800 erlendu sérfræðingar búast? Höfundur er innflytjandi frá Chile á Íslandi og hafði áður dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. ____________________________________________________________________________ What should 800 foreign specialists expect? Today I read an article on Frettablaðið in which the Minister of Universities, Industry and Innovation, Aslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, said that one of the priorities in her ministry is to facilitate the arrival of foreign experts from outside the EEA. I was surprised and almost in shock to read this ambitious goal from the new ministry, given my own personal experience as a former holder of a residence permit based on expert knowledge who went through an incredibly traumatizing, humiliating, expensive, and hostile process when applying for it. I am wondering if this same experience is what they are marketing to professionals abroad, I would not advise anyone to sacrifice their career and future while the system is as it is in Iceland today It is quite clear that, first and foremost, the Immigration Law needs to be changed for all types of applications. With regard to residence permits for specialists, the change needs to be such that they are treated with the respect and dignity that everyone deserves. For employers, the system needs to be able to capture the talent they need and are rightfully asking for from abroad. Change is needed so that the government can make this ambitious goal possible. Just as importantly, it needs to change our society in Iceland can flourish with the results of the expertise that these individuals will bring. Hostile immigration sytem I want to start by explaining what I mean when I say that the system is hostile. First, the process is complex and costly, and almost impossible for professionals to get through the process without professional help. The application process requires an enormous amount of paperwork, and the mere fact of simply understanding the immigration process itself takes an entire month or more of work. If a visa specialist or sponsor (prospective employer) has the resources, you can hire a law firm specializing in immigration law. It is of course very costly as the rate of an Icelandic lawyer is often around ISK 25,000 per hour plus VAT. This can lead to a 1,000,000 ISK bill for only one specialist to obtain a residence and work permit. If the specialist follows this path, a lawyer or law firm will do the work, collect the data and take care of the communication with the Directorate of Immigration. Extremely long and complex process Second, the processing of applications takes many months after everything has been submitted to the government. It is not at all uncommon for the processing time for applications to be around 6 months (see ÚTL). Half a year is a long time in the labor market and such a speed of action comes down to employers, prospective imported specialists, as well as their families. The Directorate of Immigration accepts applications and sends them to the Directorate of Labor. The Directorate of Labor needs to examine the specialist's application, the labor market in Iceland and the EEA, as well as contact the relevant unions for commentS. After many months, additional documents may be required, or original documents may be required for proof. Often further communication and inquiries from the Directorate of Labor and/or the Directorate of Immigration go directly to the prospective employer/sponsor of the visa and not to the specialist. The regulatory framework is such that it is incredibly difficult for an applicant to prove that he or she is entitled to a work permit because whoever the specialization is, it must be demonstrated that absolutely no other potential applicant is available at that time within the EEA. An employer and a specialist need to prove and justify the employment they both want and show that no specialist within the EEA is ready to take on the same job at that specific time. To do this, it is necessary to advertise the position that the employer needs to staff so that it is possible for everyone in Europe to apply. This can lead to a lot of stress, and consequent trauma, to having to compete for a position that was offered, just to prove it to a government agency. This level of complexity, barriers to entry, bureaucracy, lengthy procedural time, and the information clutter involved make the process truly capricious for the specialist. Lack of support during the process Thirdly, the result is mostly in the hands of the Directorate of Labor, but from there the application goes back to the Directorate of Immigration as far as I can tell. But who is really responsible for making it all happen? Many employers/workplaces do not have the knowledge, legal or HR capacities to spend the great amount of time and energy that such an unnecessarily complex system requires. In many cases, this means that the foreign specialist has to navigate through the system on their own. Who is responsible in the meantime? Who to go to for questions? Does the specialist need to ask the visa sponsor? They are now pissed at the government for imposing such severe restrictions when all they want is to get the right talent for their company. Employers do not have the time or knowledge, and worse, they are rightfully wondering whether it is worth investing in this individual, given all the government obstacles in place. Where does the specialist look then? To the Directorate of Labor? They take too long to respond and for them, the specialist is only a possible job applicant, who still has to beat all the other European applicants who apply through "EURES" (a job advertisement site exclusive for European citizens). The Directorate of Labor is thus not in a position to assist or guide the specialist because they need to be neutral in order to be able to evaluate all other European applicants. The specialist is i.e. not a client of the Directorate of Labor and cannot rely on their help. The expert can also not turn to the Directorate of Immigration regarding these issues as they do not have information on this aspect of individual cases where the analysis and decision is made by VMST. No guarantees Just imagine doing it yourself and going through it all, risking your application being rejected and losing months of your time along with an emotional investment for the specialist and the employer. Imagine the other option, having to pay 1,000,000 ISK or more to get it processed by a foreign lawyer, which is less risky, takes a similar amount of time, but may end up rejecting the application. Government fees are not refundable and neither is time. Consider all the restrictions of holding a specialist visa Based on all of the above, I wonder: how does this government and especially this ministry expect to capture and retain foreign talent if this is what they have to offer? Furthermore, what I said above is only my reflection on my personal experience regarding the application process. I have not yet referred to the restrictions of having such a residence permit. Among other things, if the specialist can not work for anyone other than the employer stated in the application, (specialists can not have consulting gigs on the side as a contractor, for example), then the specialist has only three months to find another employer in the event of dismissal. After these 3 months, if they have not found another employer who is willing to go through this process with them, they will have to leave the country. If we are to do well in this area, it is also important to address issues relating to integration and adjustment in the workplace, discrimination in the labor market, e.g. when foreign employees are not invited to meetings held in Icelandic, a workplace culture that offers "only Icelandic here", professional associations that do not accept foreign professionals or do not even respond to messages if the name in the email is foreign. Who benefits from this approach to immigration? Imaginary job seekers in Iceland and in Europe? Based on the Minister's goals, however, the situation seems to be that such Icelandic or European experts do not exist at all. First, the situation is that there is a need for foreign experts, what does the government intend to do to ensure that they do not have to go through the current application process, which is costly, time-consuming, and degrading as well as being risky for applicants and employers. A luxury problem that leaves one wondering: what‘s in it for the rest? All of the above is of course a definite glass ceiling problem for immigrants who enjoy certain privileges in the big picture, e.g. by having an education, connection network, visa sponsors, etc. So from a social class point of view, I wonder if this is what Iceland has to offer for educated immigrants in a privileged position, then what is the position for those who are not in such a good position? What is the situation for the people who are forced to move to Iceland, who are pregnant or have children? What about those who for some reason does not meet one of the strict formal requirements of the current system? As the current system has no so-called general application for a residence permit, such cases, unfortunately, lead to the person being deported. Iceland, what should these 800 specialists expect you to offer to them? The writer is an immigrant from Chile in Iceland and used to hold a residence permit on the basis of expert knowledge. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
(English below) Í dag las ég grein í Frettablaðinu þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði að eitt af forgangsverkefnum í ráðuneyti hennar væri að auðvelda komu erlendra sérfræðinga utan EES. Ég var undrandi að lesa þetta metnaðarfulla markmið frá nýja ráðuneytinu, í ljósi eigin persónulegrar reynslu sem fyrrverandi handhafi dvalarleyfis á grundvelli sérfræðiþekkingar, þar sem ég fór í gegnum ótrúlega niðurlægjandi, dýrt og fjandsamlegt umsóknarferli og öll áföllin sem því fylgdi. Ég velti því fyrir mér hvort þessi sama reynsla sé það sem verið er að markaðssetja fyrir fagfólk erlendis. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að fórna starfsframa og framtíð sinni með því að koma með þekkingu sína hingað á meðan kerfið er eins og það er á Íslandi í dag. Það er nokkuð ljóst að fyrst og fremst þurfa útlendingalögin að breytast hvað varðar allar tegundir umsókna. Hvað varðar dvalarleyfi fyrir sérfræðinga, þá þarf breyting að vera á þann veg að komið sé fram við þá af þeirri virðingu og reisn sem allir eiga skilið. Fyrir vinnuveitendur þarf kerfið að geta fangað þá hæfileika sem þeir þurfa og eru réttilega að biðja um. Það þarf breytingu svo að stjórnvöld geti gert þetta metnaðarfulla markmið mögulegt. Svo að samfélagið geti blómstrað með afrakstur þeirrar sérfræðiþekkingar sem þessir einstaklingar munu koma með. Fjandsamlegt innflytjendakerfi Ég vil byrja á því að útskýra hvað ég á við þegar ég segi að kerfið sé fjandsamlegt. Í fyrsta lagi er ferlið flókið og kostnaðarsamt, og nærri ómögulegt fyrir erlenda sérfræðinga að komast í gegnum ferlið hjálparlaust. Umsóknarferlið krefst gífurlegrar pappírsvinnu, og bara það eitt að einfaldlega skilja innflytjendaferlið sjálft tekur heilan vinnumánuð eða meira. Ef sérfræðingur eða styrktaraðili vegabréfsáritunar (væntanlegur vinnuveitandi) hefur fjármagn er hægt að ráða lögfræðistofu sem sérhæfir sig í innflytjendalöggjöfinni. Það er auðvitað mjög kostnaðarsamt þar sem taxti íslensks lögmanns er oft í kringum 25.000 kr á tímann auk vsk. Þetta getur leitt til 1.000.000 króna reiknings til þess að einn sérfræðingur fái dvalar- og atvinnuleyfi. Fari sérfræðingurinn þessa leið þá sinnir lögfræðingur eða lögmaður vinnunni, safnar gögnunum og sér um samskipti við Útlendingastofnun. Langt og kostnaðarsamt ferli Í öðru lagi tekur vinnsla umsókna marga mánuði eftir að öllu hefur verið skilað til stjórnvalda. Það er alls ekki óalgengt að vinnslutími umsókna sé um 6 mánuðir (sjá ÚTL) . Hálft ár er langur tími á vinnumarkaði og kemur slíkur málshraði niður á vinnuveitendum, væntanlegum innfluttum sérfræðingum, sem og fjölskyldum þeirra. Útlendingastofnun tekur við umsóknum og sendir Vinnumálastofnun. Vinnumálastofnun þarf að kanna umsókn sérfræðingsins, vinnumarkaðinn á Íslandi og á EES, ásamt því að hafa samband við viðkomandi stéttarfélög til umsagnar. Eftir marga mánuði gæti verið krafist fleiri skjala, eða krafist frumrita skjala til sönnunnar. Oftsinnis fara frekari samskipti og fyrirspurnir frá Vinnumálastofnun og/eða Útlendingastofnun beint til væntanlegs vinnuveitenda/ styrktaraðila vegabréfsáritunar en ekki til sérfræðingsins. Regluverkið er þannig að það er ótrúlega erfitt fyrir umsækjanda að sanna að hann/hún eigi rétt á atvinnuleyfi því að hver svo sem sérhæfingin er, þá þarf að sýna fram á að nákvæmlega enginn annar mögulegur umsækjandi sé tiltækur á þeim tíma innan EES. Vinnuveitandi og sérfræðingur þurfa að rökstyðja og réttlæta þá ráðningu sem báðir vilja og sýna fram á að enginn sérfræðingur innan EES sé tilbúinn að taka þetta sama starf. Til þess að gera það er nauðsynlegt að auglýsa stöðuna sem vinnuveitandinn þarf að manna svo að það sé mögulegt fyrir alla í Evrópu að sækja um. Þetta getur leitt til mikillar streitu, og áfalla í kjölfarið, að þurfa að keppa um stöðu sem boðið var upp á, bara til að sanna það fyrir ríkisstofnun. Þetta flækjastig, aðgangshindranir, skriffinska, langur málsmeðferðartími og upplýsingaóreiðan sem þessu fylgir gerir ferlið sannarlega kafkaískt fyrir sérfræðinginn. Enginn stuðningur meðan á ferlinu stendur Í þriðja lagi er niðurstaðan að mestu í höndum Vinnumálastofnunar en umsóknin fer þaðan aftur til Útlendingastofnunar eftir því sem ég kemst næst. En hver ber eiginlega ábyrgð á því að þetta allt gangi eftir? Margir atvinnurekendur/vinnustaðir hafa ekki þekkingu, lögfræðinga eða mannauð til að eyða þeim mikla tíma og orku sem svo óþarfa flókið kerfi krefst. Í mörgum tilvikum leiðir það til þess að erlendi sérfræðingurinn þarf að stautast í gegnum kerfið á eigin spýtur. Hver ber ábyrgð á meðan? Til hvers á sérfræðingurinn að leita með spurningar? Þarf sérfræðingurinn að reiða sig á vinnuveitandan? Vinnuveitandinn sem ætlaði að ráða erlendan sérfræðing og er nú reiður út í stjórnvöld fyrir að setja svona miklar hömlur þegar allt sem viðkomandi vill er að fá réttu hæfileikana fyrir fyrirtæki sitt. Vinnuveitendur hafa ekki tíma eða þekkingu, og það sem verra er, þeir spyrja sig réttilega hvort það sé þess virði að fjárfesta í þessum einstaklingi, miðað við allar hindranir stjórnvalda sem eru til staðar. Hvert leitar sérfræðingurinn þá? Til Vinnumálastofnunar? Þeir taka of langan tíma til að svara og fyrir þá er sérfræðingurinn einungis mögulegur umsækjandi um starf, sem enn þarf að sigra alla aðra evrópska umsækjandur sem sækja um í gegnum „Eures“ (atvinnuauglýsingasíða eingöngu fyrir evrópska ríkisborgara). Vinnumálastofnun er þannig ekki í þeirri stöðu að geta aðstoðað eða leiðbeint sérfræðingnum því þeir þurfa að vera hlutlausir til að geta metið alla aðra evrópska umsækjendur. Sérfræðingurinn er m.ö.o. ekki skjólstæðingur Vinnumálastofnunar og getur ekki treyst á liðsinni þeirra. Sérfræðingurinn getur heldur ekki snúið sér til Útlendingastofnunar hvað varðar þessi atriði þar sem þeir hafa ekki upplýsingar um þennan þátt einstakra mála þar sem greiningin og ákvörðunin er tekin af VMST. Ekkert öryggi Í fjórða lagi felur allt ferlið í sér mikla áhættu fyrir bæði erlenda sérfræðingin og vinnuveitendur. Ímyndaðu þér bara að sinna þessu sjálf/ur og fara í gegnum þetta allt, eiga á hættu að umsókn þinni sé hafnað og hafa tapað mánuðum af tíma þínum ásamt tilfinningalegri fjárfestingu fyrir sérfræðinginn og vinnuveitendan. Ímyndaðu þér svo hinn valmöguleikann, að þurfa að borga 1.000.000 krónur eða meira til að fá það afgreitt af útlendingalögfræðingi, sem er minni áhætta, tekur svipað langan tíma, en samt sem áður kann það að enda svo að umsókninni sé hafnað. Lögmannskostnaður og afgreiðslugjald verður ekki endurgreitt og tíminn ekki heldur. Takmarkanir sem fylgja sérfræðileyfi Miðað við allt ofangreint velti ég því fyrir mér: hvernig ætlast þessi ríkisstjórn og sérstaklega þetta ráðuneyti til að fanga og halda í erlenda hæfileika ef þetta er það sem þeir hafa upp á að bjóða? Ennfremur er það sem ég sagði hér að ofan aðeins hugleiðing mín um persónulega reynslu mína varðandi umsóknarferlið sjálft. Ég hef ekki enn vikið að þeim takmörkunum sem felast í því að hafa slíkt dvalarleyfi. Þar á meðal er að sérfræðingurinn getur ekki starfað fyrir neinn annan en vinnuveitandann sem kemur fram á umsókninni, (Sérfr. getur t.d. ekki sinnt ráðgjöf til hliðar með verktöku), þá hefur sérfræðingurinn aðeins þrjá mánuði til að finna annan vinnuveitenda ef til uppsagnar kemur. Eftir þessa 3 mánuði, ef þeir hafa ekki fundið annan vinnuveitanda sem er tilbúinn að fara í gegnum þetta ferli með þeim, verða þeir að yfirgefa landið. Ef vel á að gera í þessum málaflokki þá er jafnframt mikilvægt er að taka á málum sem snúa að inngildingu og aðlögun á vinnustað, mismununun á vinnumarkaði, t.d. þegar erlendu starfsfólki er ekki boðið á fundi sem fara fram á íslensku, vinnustaðarmenningu sem býður upp á „bara íslenska hér“, fagfélög sem viðurkenna ekki erlenda sérfræðinga eða svara jafnvel ekki skilaboðum sé nafnið erlent. Hver græðir á þessari nálgun í innflytjendamálum? Ímyndaðir atvinnuleitendur á Íslandi og í Evrópu? Miðað við markmið ráðherra þá virðist staðan hins vegar vera sú að slíkir íslenskir eða evrópskir sérfræðingar, séu hreinlega ekki til staðar. Fyrst að staðan er sú að þörf er á erlendum sérfræðingum, hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að tryggja að þeir þurfi ekki að ganga í gegnum núverandi umsóknarferli, sem er kostnaðarsamt, tímafrekt og niðurlægjandi ásamt því að vera áhættusamt fyrir umsækjendur og atvinnurekendur? Lúxusvandamál? Hvað með öll hin? Allt ofangreint er auðvitað ákveðið lúxusvandamál (e. glass ceiling problem) innflytjenda sem njóta vissra forréttinda í stóra samhenginu, t.d. með því að hafa menntun. Þannig að út frá stéttarsjónarmiði velti ég því fyrir mér, að fyrst að þetta er það sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir menntaða innflytjendur í forréttindastöðu, hver er þá staðan fyrir þá sem ekki eru í eins góðri stöðu? Hvernig er staðan fyrir það fólk sem neyðist til að flytja til landsins, sem er barnshafandi eða á barn? Hvað með þá sem uppfylla af einhverjum ástæðum ekki eitt af ströngum formskilyrðum núverandi kerfis? Þar sem núverandi kerfi hefur ekkert sem kallast almenn umsókn um dvalarleyfi, leiða slík tilfelli því miður til þess að viðkomandi er vísað úr landi. Kæra ríkisstjórn, við hverju mega þessir 800 erlendu sérfræðingar búast? Höfundur er innflytjandi frá Chile á Íslandi og hafði áður dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. ____________________________________________________________________________ What should 800 foreign specialists expect? Today I read an article on Frettablaðið in which the Minister of Universities, Industry and Innovation, Aslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, said that one of the priorities in her ministry is to facilitate the arrival of foreign experts from outside the EEA. I was surprised and almost in shock to read this ambitious goal from the new ministry, given my own personal experience as a former holder of a residence permit based on expert knowledge who went through an incredibly traumatizing, humiliating, expensive, and hostile process when applying for it. I am wondering if this same experience is what they are marketing to professionals abroad, I would not advise anyone to sacrifice their career and future while the system is as it is in Iceland today It is quite clear that, first and foremost, the Immigration Law needs to be changed for all types of applications. With regard to residence permits for specialists, the change needs to be such that they are treated with the respect and dignity that everyone deserves. For employers, the system needs to be able to capture the talent they need and are rightfully asking for from abroad. Change is needed so that the government can make this ambitious goal possible. Just as importantly, it needs to change our society in Iceland can flourish with the results of the expertise that these individuals will bring. Hostile immigration sytem I want to start by explaining what I mean when I say that the system is hostile. First, the process is complex and costly, and almost impossible for professionals to get through the process without professional help. The application process requires an enormous amount of paperwork, and the mere fact of simply understanding the immigration process itself takes an entire month or more of work. If a visa specialist or sponsor (prospective employer) has the resources, you can hire a law firm specializing in immigration law. It is of course very costly as the rate of an Icelandic lawyer is often around ISK 25,000 per hour plus VAT. This can lead to a 1,000,000 ISK bill for only one specialist to obtain a residence and work permit. If the specialist follows this path, a lawyer or law firm will do the work, collect the data and take care of the communication with the Directorate of Immigration. Extremely long and complex process Second, the processing of applications takes many months after everything has been submitted to the government. It is not at all uncommon for the processing time for applications to be around 6 months (see ÚTL). Half a year is a long time in the labor market and such a speed of action comes down to employers, prospective imported specialists, as well as their families. The Directorate of Immigration accepts applications and sends them to the Directorate of Labor. The Directorate of Labor needs to examine the specialist's application, the labor market in Iceland and the EEA, as well as contact the relevant unions for commentS. After many months, additional documents may be required, or original documents may be required for proof. Often further communication and inquiries from the Directorate of Labor and/or the Directorate of Immigration go directly to the prospective employer/sponsor of the visa and not to the specialist. The regulatory framework is such that it is incredibly difficult for an applicant to prove that he or she is entitled to a work permit because whoever the specialization is, it must be demonstrated that absolutely no other potential applicant is available at that time within the EEA. An employer and a specialist need to prove and justify the employment they both want and show that no specialist within the EEA is ready to take on the same job at that specific time. To do this, it is necessary to advertise the position that the employer needs to staff so that it is possible for everyone in Europe to apply. This can lead to a lot of stress, and consequent trauma, to having to compete for a position that was offered, just to prove it to a government agency. This level of complexity, barriers to entry, bureaucracy, lengthy procedural time, and the information clutter involved make the process truly capricious for the specialist. Lack of support during the process Thirdly, the result is mostly in the hands of the Directorate of Labor, but from there the application goes back to the Directorate of Immigration as far as I can tell. But who is really responsible for making it all happen? Many employers/workplaces do not have the knowledge, legal or HR capacities to spend the great amount of time and energy that such an unnecessarily complex system requires. In many cases, this means that the foreign specialist has to navigate through the system on their own. Who is responsible in the meantime? Who to go to for questions? Does the specialist need to ask the visa sponsor? They are now pissed at the government for imposing such severe restrictions when all they want is to get the right talent for their company. Employers do not have the time or knowledge, and worse, they are rightfully wondering whether it is worth investing in this individual, given all the government obstacles in place. Where does the specialist look then? To the Directorate of Labor? They take too long to respond and for them, the specialist is only a possible job applicant, who still has to beat all the other European applicants who apply through "EURES" (a job advertisement site exclusive for European citizens). The Directorate of Labor is thus not in a position to assist or guide the specialist because they need to be neutral in order to be able to evaluate all other European applicants. The specialist is i.e. not a client of the Directorate of Labor and cannot rely on their help. The expert can also not turn to the Directorate of Immigration regarding these issues as they do not have information on this aspect of individual cases where the analysis and decision is made by VMST. No guarantees Just imagine doing it yourself and going through it all, risking your application being rejected and losing months of your time along with an emotional investment for the specialist and the employer. Imagine the other option, having to pay 1,000,000 ISK or more to get it processed by a foreign lawyer, which is less risky, takes a similar amount of time, but may end up rejecting the application. Government fees are not refundable and neither is time. Consider all the restrictions of holding a specialist visa Based on all of the above, I wonder: how does this government and especially this ministry expect to capture and retain foreign talent if this is what they have to offer? Furthermore, what I said above is only my reflection on my personal experience regarding the application process. I have not yet referred to the restrictions of having such a residence permit. Among other things, if the specialist can not work for anyone other than the employer stated in the application, (specialists can not have consulting gigs on the side as a contractor, for example), then the specialist has only three months to find another employer in the event of dismissal. After these 3 months, if they have not found another employer who is willing to go through this process with them, they will have to leave the country. If we are to do well in this area, it is also important to address issues relating to integration and adjustment in the workplace, discrimination in the labor market, e.g. when foreign employees are not invited to meetings held in Icelandic, a workplace culture that offers "only Icelandic here", professional associations that do not accept foreign professionals or do not even respond to messages if the name in the email is foreign. Who benefits from this approach to immigration? Imaginary job seekers in Iceland and in Europe? Based on the Minister's goals, however, the situation seems to be that such Icelandic or European experts do not exist at all. First, the situation is that there is a need for foreign experts, what does the government intend to do to ensure that they do not have to go through the current application process, which is costly, time-consuming, and degrading as well as being risky for applicants and employers. A luxury problem that leaves one wondering: what‘s in it for the rest? All of the above is of course a definite glass ceiling problem for immigrants who enjoy certain privileges in the big picture, e.g. by having an education, connection network, visa sponsors, etc. So from a social class point of view, I wonder if this is what Iceland has to offer for educated immigrants in a privileged position, then what is the position for those who are not in such a good position? What is the situation for the people who are forced to move to Iceland, who are pregnant or have children? What about those who for some reason does not meet one of the strict formal requirements of the current system? As the current system has no so-called general application for a residence permit, such cases, unfortunately, lead to the person being deported. Iceland, what should these 800 specialists expect you to offer to them? The writer is an immigrant from Chile in Iceland and used to hold a residence permit on the basis of expert knowledge.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun