Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Ólafur Ingi Tómasson, Lovísa Björg Traustadóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifa 21. febrúar 2022 08:30 Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun