Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 18:22 Thomas Gottstein er bankastjóri Credit Suisse. EPA-EFE/ENNIO LEANZA Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar. Sviss Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar.
Sviss Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira