Vanda – ekki spurning Árni Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Árni Guðmundsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun