Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 22:10 Kennarinn starfaði við Dalvíkurskóla. Dalvíkurskóli Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms en Kennarasambands Íslands greinir frá. Í tilkynningu KÍ segir að aðdraganda málsins megi rekja til þess að kennari hafi verið með íþróttatíma utan húss. Þangað hafi komið nemandi sem ekki átti erindi í tímann. Nemandinn hafi ítrekað neitað að yfirgefa svæðið og þá hafi kennarinn sest niður á hækjur sér, tekið um úlnið stúlkunnar og beðið hana um að færa sig. Stúlkan hafi þá svarað með orðunum: „ekki fokking snerta mig“ og slegið kennarann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Hann kvaðst hafa upplifað ógn af nemandanum og gerði ráð fyrir fleiri höggum enda hafi hún talið nemandann vera í „ham.“ Atferli kennarans var kært til lögreglu og var kennarinn sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stóð. Málið var síðar fellt niður. Kennarinn hlaut mikinn stuðning samkennara sinna og 20 kennarar og starfsfólk við Dalvíkurskóla skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þau bentu á erfiðleika í skólastarfi og skeytingarleysi stjórnenda skólans. Bæjaryfirvöld töldu atferlið gróft Kennaranum var veittur andmælaréttur en bæjaryfirvöld töldu brot kennarans gróft. Henni var fyrirvaralaust sagt upp skömmu síðar. Héraðsdómur taldi, samkvæmt yfirlýsingu KÍ, að ekki væri hægt að líta einangrað á kinnhestinn. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Bæjaryfirvöld hafi því rekið kennarann með ólögmætum hætti. „Þá fer dómurinn í inngangi yfir að ófremdarástand hafi verið í rekstri og stjórnun Dalvíkurskóla enda komi fram í málinu að kennarar upplifðu valda- og öryggisleysi í störfum sínum og að skólayfirvöld og skólastjóri skapi ekki öruggt umhverfi og skilji þá eftir varnarlausa fyrir hvers kyns ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Kennaranum voru því dæmdar sex milljónir vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira