Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. febrúar 2022 22:45 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, er starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. „Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20