Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. febrúar 2022 22:45 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, er starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. „Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Staðan á spítalanum er bara svipuð, það eru álíka margir sjúklingar inniliggjandi og í gær, 34 minnir mig. En starfsfólki með Covid, sem fer í einangrun, fer fjölgandi síðan í gær,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við erum alltaf að skoða þetta á hverjum degi, hvernig staðan er og hvort það sé ástæða til þess að hækka viðbúnaðarstig spítalans. Eins og staðan er núna er þess ekki þörf. En það sem er okkar helst glíma er í raun og veru fjöldi starfsmanna sem eru í einangrun,“ sagði Guðlaug Rakel. Nú séu um 27 prósent starfsmanna spítalans þegar búnir að fá Covid. Hún segist vona að einangrun starfsmanna fari því að verða minna vandamál, en telur ekki að komið sé að því enn. Hún á von á því að róðurinn á spítalanum verði áfram þungur. „Já, ég á nú von á því, vegna þess að smit innan spítalans er töluvert dreift. Við erum með þetta á níu ólíkum deildum innan spítalans. Það er ákveðið púsluspil að koma því saman og einangra sjúklinga, og vernda aðra sjúklinga fyrir smiti.“ Líkt og fjallað hefur verið um í dag hafa reglur um sóttkví verið afnumdar. Á miðnætti í kvöld taka þá gildi rýmkaðar sóttvarnatakmarkanir sem fela meðal í sér að 200 mega koma saman og leyfilegur opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist um klukkustund.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11. febrúar 2022 11:20