Orkulaus náttúruvernd Jónas Elíasson skrifar 11. febrúar 2022 12:01 Varaaflsskortur Nú er orkuskortur í landinu og verður viðvarandi næstu 4 - 5 árin að líkum lætur. Kerfið er eins og sjómenn kalla það „á tampi“, varla má bila vél án þess að skerða þurfi orkuafhendingu. Þetta kemur orkufyrirtækjunum ekkert illa. Þeim gefst tækifæri til að loka á þá sem eru á lægstu töxtunum og hækka þannig meðalverðið í sölunni. Þetta er þjóðhagslega óhagkvæmt og slæmt fyrir loftslagið, því jarðefnaeldsneyti kemur í stað hinnar hreinu íslensku orku. Nú þurfa loðnubræðslur að brenna 20.000 tonnum af olíu af því að þær fá ekki rafmagn. Stjórnvöld hafa í gegn um tíðina þurft að beita töluverðum þrýstingi á orkufyrirtækin til að fá þau til að virkja, jafnvel ríkisfyrirtækið Landsvirkjun dregur lappirnar þegar kemur að því að byrja á næstu virkjun, tólf ár eru síðan byrjað var á síðustu virkjun hefur sá tími ekki orðið jafn langur áður. Einangrað orkukerfi eins og Ísland þarf varafl, en það er uppurið eftir þessi tólf ár. Þetta hefur ríkisstjórnin látið gott heita, nú er frekar treyst á ferðamenn en orkuiðnað til að halda uppi þjóðarbúskapnum, og ekki má gleyma því að gróði orkufyrirtækja er mestur meðan ekkert er byggt. Hinir síblönku félagar, ríkiskassinn og Reykjavíkurborg, hefur lapið upp arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum sínum þó þá muni ekkert um þetta lítilræði, án tillits til þess að í orkuskorti tapar þjóðarbúið 10 - 20 földu því verðmæti sem orkan kostar. Pólitísk uppgjöf fyrir þrýstihópum Þetta ástand má kalla „de facto“ pólitíska uppgjöf fyrir samtökum í umhverfis og náttúruverndargeira sem búin eru að vera suðandi um skaðsemi allra framkvæmda sem skerða ósnerta náttúru, að þeirra eigin óskeikula mati. Þeir ímynda sér að náttúran eigi um aldur og ævi að vera eins og hún var daginn sem þeir fermdust. Gallinn er auðvitað sá að þeir fermdust ekki allir sama daginn og hvernig á náttúran þá að vera ? Dæmi um náttúruvernd Þetta hefur leitt af sér ýmis grátbrosleg dæmi. Hatur náttúruverndarsinna á virkjunarlónum er alþekkt. Elliðavatn er virkjunarlón, en þegar Elliðavatnsstíflan brast í stórflóði 1968 hugsuðu raforkumenn: Nú getum við gert eitthvað fyrir þetta fólk, virkjunin er úrelt, nú koma gömlu árnar Bugða og Dimma í ljós til gleði fyrir alla sanna náttúruverndarmenn, við gerum ekki við stífluna, gefum þeim ósnerta náttúru aftur. En nei, inn streymdu mótmæli frá náttúruverndarmönnum, „Elliðavatn er mesta náttúruperla Reykjavíkur“. Ekki var annað að gera en byggja stífluna aftur til að losna við þetta suð. Hvernig stendur á þessu ? Jú þeir sem fermdust þegar Bugðu og Dimmu og landinu í kring var drekkt, létu ekki á sér kræla frekar en dauðir væru og gætu ekki komið upp úr gröfunum til að sýna af sér fagnaðarlæti. Fleiri dæmi eru um að virkjunarlón verða nattúruperlur þegar fram líða stundir, t.d. Bláa Lónið. Svo eru Þingvallavatn og Mývatn, stíflurnar í útfallinu hafa líklega bjargað því að útfallið úr vatninu skar sig ekki niður, bjó til gljúfur, og tæmdi vatnið. En svona til þess að hæla ekki bara virkjunarmönnum fyrir góða náttúruvernd, má minnast á Vegagerðina, allar vega- og brúarstíflur hennar hafa gert það að verkum að eyðisandar og gamlar áreyrar eru nú að gróa upp á fljúgandi ferð. Gríðarleg afrek í náttúruvernd liggja eftir vegagerðar- og virkjunarmenn. Eftir náttúruverndarsamtök liggur ekki neitt sem legið getur á nögl. Frá þeim hefur aldrei komið neitt nema nei, þau fengu tækifæri til að koma með brúklega rammaáætlun fyrir virkjanagerð, en nei, það tókst ekki. Undiritaður átti sæti í fyrstu rammaáætlunarnefndinni. Út úr því kom það að Hvalárvirkjun var það eina sem náttúruverndarmönnum fannst í lagi að byggja, greinilega í trausti þess að Strandirnar væru það langt í burtu að enginn mundi vilja virkja þar. Þegar svo Hitaveita Suðurnesja sýndi málinu áhuga voru þeir strax á móti. Þeir gerðu út fjölda manns á gúmmístígvélum til að gefa sína venjubundnu yfirlýsingu um virkjunarstaði, að þetta væri fallegasti staður í heimi, og þar mætti alls ekki virkja. Eilífðarformaður í deilum Nú stendur yfir skondin deila þar sem eilífðarformaður og eini starfsmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er móðgaður út í þingmann Miðflokksins fyrir skort á skilningi á göfugum loftslagssjónarmiðum samtakanna. Glæpur þingmannsins er að vilja búa til áburð hér á landi úr hreinni orku, eins og einu sinni var gert. Sá áburður mundi koma í stað áburðar úr olíu frá ESB, en slík framleiðsla mengar loftið allduglega og losar þar að auki CO2 í töluverðum mæli. Það má e.t.v. segja eilífðarformanninum það til vorkunnar að hann þekkir ekki annað til áburðargerðar en gömlu verksmiðjuna sem hér var. Hún var byggð fyrir Marshallfé af amerískum majór eftir seinni heimsstyrjöldina, eftir teikningum sem voru mjög gamlar þá, gætu verið frá þeim dögum þegar Einar Benediktsson skáld ætlaði að byggja hér áburðarverksmiðju. Í dag gera menn þetta öðruvísi. Á móti eigin stefnu? Í ESB þar sem olía er hráefnið mengar áburðarframleiðsla fimm sinnum meira en hér. Það verður því að virða þingamanninum það til vorkunnar að skilja ekki þá stefnu formannsins, að áburðarramleiðslu með hreinni orku megi ekki stunda hér á landi. Árni Finnsson segir í Vísi 25. janúar 2022 „Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað“ . Samkvæmt þessari stefnu ætti að framleiða eins mikið af áburði á Íslandi og hægt er, sama hvað það kostar, þar að auki þarf að virkja mikið til að draga úr losun, svo maður skyldi halda að hér sé verið að mæla með meiri virkjunum, en það er ekki aldeilis. Hrein orka kemur ekki nema virkjað sé, þetta eru mjög gömul vísindi, en umhverfisverndarsinnum gengur illa að koma þessu inn í heilabúið, eru búnir að standa gegn virkjunum allan tímann og standa enn, þó þeim fækki með árunum. Hræðsluvísindi um loftslagsvandann Loftslagsvísindin eru nýrri af nálinni en orkuvísindin, og þar gengur betur að rugla fólk, a.m.k. enn sem komið er. Talað er um losun CO2 sem mikla mengun, nú má ekki kalla þetta efni kolsýru lengur, því allir vita að henni er blandað út í drykki og er ekki mengun. Þar að auki er hún helsta burðarefni ljóstillífunar á jörðinni. Stærstur hluti CO2 er í hringrás milli lofthjúps og jarðar, og því geta menn lítið hreyft við sem betur fer. Samt er verið að kenna skólabörnum hræðsluvísindi um loftslagsmál. Þau beinast aðallega að landbúnaði með því að bannfæra ýmsar fæðutegundir. Til lengri tíma litið, gerir það loftslaginu ekkert gagn að hrekkja landbúnaðinn, og fylla upp í skurði og gróðursetja tré er líka meira en lítið vafasöm loftslagsaðgerð, en getur verið velkominn stuðningur við landbúnað og ræktunarstarf. Það er aðallega metanið sem búpeningur framleiðir sem áróðurinn beinist að. En metan eyðist úr lofthjúpnum á einu til fimm árum og þess er aldrei getið. Gróðurhúsaáhrifin eru um 70% loftraki og skýjamyndun, 25% CO2 og ekki nema 5% metan. Loftslagsvísindi náttúruverndarinnar eru hrærigrautur úr kreddukenningum, hálfsannleika og blindri þrjósku þar sem byrjað er á því að strika út loftrakann, Þá er bara kolefni og metan eftir sem er kennt um allt saman. Hinn raunverulegi loftslagsvandi Hann er uppsöfnunin á CO2 í andrúmsloftinu vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti sem er miklu meiri en hún ætti að vera vegna andstöðu umhverfissinna við allar virkjanir. Sem dæmi má taka áætlun Bandaríkjaþings frá 1985 um að setja eins mikla raforkuframleiðslu og kostur er á kjarnorku og aðra hreinorku sem virkjanleg er. Sú áætlun var snögglega drepin í kjarnorkumótmælum 68 kynslóðarinnar á sínum tíma. Síðan sitjum við uppi með óhóflega notkun á jarðefnaeldsneyti. Eina lækningin þar er hrein orka, vatnsafl, jarðhiti og kjarnorka þó varasöm sé. Í 40 - 50 ár eru náttúruverndarsamtök búin að berjast gegn þessu öllu, en nú er loksins að hilla undir pólitískan kjark hjá ráðamönnum ESB til að taka á þessu og virkja. Þeir vilja hætta að hlusta á raddirnar sem heimta hreina orku en segja nei og leggjast í mótmælagöngur og skemmdarstarfsemi þegar á að byggja orkuverin. Okkar stjórnendur eru líka að sjá ljósið. Við getum vonað að rödd skynseminnar nái loks yfirhöndinni, þær raddir sem á sínu tíma bannfærðu virkjanir í Þjórsá og Tungná eru loks þagnaðar að mestu og nöldrið yfir Kárahnjúkavirkjun orðið hjáróma hvísl. Það var Hálslón sem menn kvörtuðu mest yfir, en lónið er stórt vatn fyrir norðan Vatnajökul þar sem fá stöðuvötn eru, og þar eru árnar því að grafa sundur allar fjallshlíðar. Þegar lónið kom myndaðist stórt stöðuvatn sem töluverð náttúrubót var að, svo mikil að heiðagæsin var langt á undan Landsvirkjun að taka lónið í notkun, en nei, ekki lagaðist skapið hjá náttúruverndinni við að horfa upp á það. Höfundur er fyrrverandi prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Orkumál Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Varaaflsskortur Nú er orkuskortur í landinu og verður viðvarandi næstu 4 - 5 árin að líkum lætur. Kerfið er eins og sjómenn kalla það „á tampi“, varla má bila vél án þess að skerða þurfi orkuafhendingu. Þetta kemur orkufyrirtækjunum ekkert illa. Þeim gefst tækifæri til að loka á þá sem eru á lægstu töxtunum og hækka þannig meðalverðið í sölunni. Þetta er þjóðhagslega óhagkvæmt og slæmt fyrir loftslagið, því jarðefnaeldsneyti kemur í stað hinnar hreinu íslensku orku. Nú þurfa loðnubræðslur að brenna 20.000 tonnum af olíu af því að þær fá ekki rafmagn. Stjórnvöld hafa í gegn um tíðina þurft að beita töluverðum þrýstingi á orkufyrirtækin til að fá þau til að virkja, jafnvel ríkisfyrirtækið Landsvirkjun dregur lappirnar þegar kemur að því að byrja á næstu virkjun, tólf ár eru síðan byrjað var á síðustu virkjun hefur sá tími ekki orðið jafn langur áður. Einangrað orkukerfi eins og Ísland þarf varafl, en það er uppurið eftir þessi tólf ár. Þetta hefur ríkisstjórnin látið gott heita, nú er frekar treyst á ferðamenn en orkuiðnað til að halda uppi þjóðarbúskapnum, og ekki má gleyma því að gróði orkufyrirtækja er mestur meðan ekkert er byggt. Hinir síblönku félagar, ríkiskassinn og Reykjavíkurborg, hefur lapið upp arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum sínum þó þá muni ekkert um þetta lítilræði, án tillits til þess að í orkuskorti tapar þjóðarbúið 10 - 20 földu því verðmæti sem orkan kostar. Pólitísk uppgjöf fyrir þrýstihópum Þetta ástand má kalla „de facto“ pólitíska uppgjöf fyrir samtökum í umhverfis og náttúruverndargeira sem búin eru að vera suðandi um skaðsemi allra framkvæmda sem skerða ósnerta náttúru, að þeirra eigin óskeikula mati. Þeir ímynda sér að náttúran eigi um aldur og ævi að vera eins og hún var daginn sem þeir fermdust. Gallinn er auðvitað sá að þeir fermdust ekki allir sama daginn og hvernig á náttúran þá að vera ? Dæmi um náttúruvernd Þetta hefur leitt af sér ýmis grátbrosleg dæmi. Hatur náttúruverndarsinna á virkjunarlónum er alþekkt. Elliðavatn er virkjunarlón, en þegar Elliðavatnsstíflan brast í stórflóði 1968 hugsuðu raforkumenn: Nú getum við gert eitthvað fyrir þetta fólk, virkjunin er úrelt, nú koma gömlu árnar Bugða og Dimma í ljós til gleði fyrir alla sanna náttúruverndarmenn, við gerum ekki við stífluna, gefum þeim ósnerta náttúru aftur. En nei, inn streymdu mótmæli frá náttúruverndarmönnum, „Elliðavatn er mesta náttúruperla Reykjavíkur“. Ekki var annað að gera en byggja stífluna aftur til að losna við þetta suð. Hvernig stendur á þessu ? Jú þeir sem fermdust þegar Bugðu og Dimmu og landinu í kring var drekkt, létu ekki á sér kræla frekar en dauðir væru og gætu ekki komið upp úr gröfunum til að sýna af sér fagnaðarlæti. Fleiri dæmi eru um að virkjunarlón verða nattúruperlur þegar fram líða stundir, t.d. Bláa Lónið. Svo eru Þingvallavatn og Mývatn, stíflurnar í útfallinu hafa líklega bjargað því að útfallið úr vatninu skar sig ekki niður, bjó til gljúfur, og tæmdi vatnið. En svona til þess að hæla ekki bara virkjunarmönnum fyrir góða náttúruvernd, má minnast á Vegagerðina, allar vega- og brúarstíflur hennar hafa gert það að verkum að eyðisandar og gamlar áreyrar eru nú að gróa upp á fljúgandi ferð. Gríðarleg afrek í náttúruvernd liggja eftir vegagerðar- og virkjunarmenn. Eftir náttúruverndarsamtök liggur ekki neitt sem legið getur á nögl. Frá þeim hefur aldrei komið neitt nema nei, þau fengu tækifæri til að koma með brúklega rammaáætlun fyrir virkjanagerð, en nei, það tókst ekki. Undiritaður átti sæti í fyrstu rammaáætlunarnefndinni. Út úr því kom það að Hvalárvirkjun var það eina sem náttúruverndarmönnum fannst í lagi að byggja, greinilega í trausti þess að Strandirnar væru það langt í burtu að enginn mundi vilja virkja þar. Þegar svo Hitaveita Suðurnesja sýndi málinu áhuga voru þeir strax á móti. Þeir gerðu út fjölda manns á gúmmístígvélum til að gefa sína venjubundnu yfirlýsingu um virkjunarstaði, að þetta væri fallegasti staður í heimi, og þar mætti alls ekki virkja. Eilífðarformaður í deilum Nú stendur yfir skondin deila þar sem eilífðarformaður og eini starfsmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er móðgaður út í þingmann Miðflokksins fyrir skort á skilningi á göfugum loftslagssjónarmiðum samtakanna. Glæpur þingmannsins er að vilja búa til áburð hér á landi úr hreinni orku, eins og einu sinni var gert. Sá áburður mundi koma í stað áburðar úr olíu frá ESB, en slík framleiðsla mengar loftið allduglega og losar þar að auki CO2 í töluverðum mæli. Það má e.t.v. segja eilífðarformanninum það til vorkunnar að hann þekkir ekki annað til áburðargerðar en gömlu verksmiðjuna sem hér var. Hún var byggð fyrir Marshallfé af amerískum majór eftir seinni heimsstyrjöldina, eftir teikningum sem voru mjög gamlar þá, gætu verið frá þeim dögum þegar Einar Benediktsson skáld ætlaði að byggja hér áburðarverksmiðju. Í dag gera menn þetta öðruvísi. Á móti eigin stefnu? Í ESB þar sem olía er hráefnið mengar áburðarframleiðsla fimm sinnum meira en hér. Það verður því að virða þingamanninum það til vorkunnar að skilja ekki þá stefnu formannsins, að áburðarramleiðslu með hreinni orku megi ekki stunda hér á landi. Árni Finnsson segir í Vísi 25. janúar 2022 „Hagur og heiður Íslands er að draga úr losun eins hratt og nokkur kostur er. Ísland á ekki að vera hæli fyrir mengandi iðnað“ . Samkvæmt þessari stefnu ætti að framleiða eins mikið af áburði á Íslandi og hægt er, sama hvað það kostar, þar að auki þarf að virkja mikið til að draga úr losun, svo maður skyldi halda að hér sé verið að mæla með meiri virkjunum, en það er ekki aldeilis. Hrein orka kemur ekki nema virkjað sé, þetta eru mjög gömul vísindi, en umhverfisverndarsinnum gengur illa að koma þessu inn í heilabúið, eru búnir að standa gegn virkjunum allan tímann og standa enn, þó þeim fækki með árunum. Hræðsluvísindi um loftslagsvandann Loftslagsvísindin eru nýrri af nálinni en orkuvísindin, og þar gengur betur að rugla fólk, a.m.k. enn sem komið er. Talað er um losun CO2 sem mikla mengun, nú má ekki kalla þetta efni kolsýru lengur, því allir vita að henni er blandað út í drykki og er ekki mengun. Þar að auki er hún helsta burðarefni ljóstillífunar á jörðinni. Stærstur hluti CO2 er í hringrás milli lofthjúps og jarðar, og því geta menn lítið hreyft við sem betur fer. Samt er verið að kenna skólabörnum hræðsluvísindi um loftslagsmál. Þau beinast aðallega að landbúnaði með því að bannfæra ýmsar fæðutegundir. Til lengri tíma litið, gerir það loftslaginu ekkert gagn að hrekkja landbúnaðinn, og fylla upp í skurði og gróðursetja tré er líka meira en lítið vafasöm loftslagsaðgerð, en getur verið velkominn stuðningur við landbúnað og ræktunarstarf. Það er aðallega metanið sem búpeningur framleiðir sem áróðurinn beinist að. En metan eyðist úr lofthjúpnum á einu til fimm árum og þess er aldrei getið. Gróðurhúsaáhrifin eru um 70% loftraki og skýjamyndun, 25% CO2 og ekki nema 5% metan. Loftslagsvísindi náttúruverndarinnar eru hrærigrautur úr kreddukenningum, hálfsannleika og blindri þrjósku þar sem byrjað er á því að strika út loftrakann, Þá er bara kolefni og metan eftir sem er kennt um allt saman. Hinn raunverulegi loftslagsvandi Hann er uppsöfnunin á CO2 í andrúmsloftinu vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti sem er miklu meiri en hún ætti að vera vegna andstöðu umhverfissinna við allar virkjanir. Sem dæmi má taka áætlun Bandaríkjaþings frá 1985 um að setja eins mikla raforkuframleiðslu og kostur er á kjarnorku og aðra hreinorku sem virkjanleg er. Sú áætlun var snögglega drepin í kjarnorkumótmælum 68 kynslóðarinnar á sínum tíma. Síðan sitjum við uppi með óhóflega notkun á jarðefnaeldsneyti. Eina lækningin þar er hrein orka, vatnsafl, jarðhiti og kjarnorka þó varasöm sé. Í 40 - 50 ár eru náttúruverndarsamtök búin að berjast gegn þessu öllu, en nú er loksins að hilla undir pólitískan kjark hjá ráðamönnum ESB til að taka á þessu og virkja. Þeir vilja hætta að hlusta á raddirnar sem heimta hreina orku en segja nei og leggjast í mótmælagöngur og skemmdarstarfsemi þegar á að byggja orkuverin. Okkar stjórnendur eru líka að sjá ljósið. Við getum vonað að rödd skynseminnar nái loks yfirhöndinni, þær raddir sem á sínu tíma bannfærðu virkjanir í Þjórsá og Tungná eru loks þagnaðar að mestu og nöldrið yfir Kárahnjúkavirkjun orðið hjáróma hvísl. Það var Hálslón sem menn kvörtuðu mest yfir, en lónið er stórt vatn fyrir norðan Vatnajökul þar sem fá stöðuvötn eru, og þar eru árnar því að grafa sundur allar fjallshlíðar. Þegar lónið kom myndaðist stórt stöðuvatn sem töluverð náttúrubót var að, svo mikil að heiðagæsin var langt á undan Landsvirkjun að taka lónið í notkun, en nei, ekki lagaðist skapið hjá náttúruverndinni við að horfa upp á það. Höfundur er fyrrverandi prófessor.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun