Litlu málin eru líka stór Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun