Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2022 22:22 Theódór Þórðarson er skipstjóri og stýrimaður á Venusi NS. Egill Aðalsteinsson Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Venus, skip Brims, leggjast að bryggju í Reykjavík eftir að hafa landað 2.700 tonnum á Akranesi. Skipverjarnir bjuggust við að halda beint út á miðin þegar þeim var tilkynnt af útgerðinni að hlé skyldi gert á veiðum. Venus NS kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa landað 2.700 tonnum af loðnu á Akranesi.Vilhelm Gunnarsson Venus er næstaflahæsta skipið á vertíðinni til þessa, með 18.128 tonn. Aðeins Börkur NK hefur veitt meira, eða 18.799 tonn, samkvæmt aflalista Fiskistofu í dag. Í þriðja sæti er Beitir NK, með 17.659 tonn. Á Skarfabakka í Sundahöfn spurðum við Theódór Þórðarson skipstjóra hvernig þetta legðist í þá: „Við verðum bara að taka því. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem kemur eitthvert hökt í þessar loðnuveiðar.“ -Þið eruð ekki hundfúlir? „Jú, jú. Svona í aðra röndina. Við verðum bara að taka þessu,“ svarar Theódór. Blússandi gangur var kominn í veiðina þótt loðnan hafi verið dreifð í fyrstu. „Það eru búnar að koma nokkrar.. fjórar fimm gusur. Þannig að það er búin að vera mjög góð veiði á köflum. Enda búið að veiða töluvert.“ -Það hafa borist fréttir af mokveiði síðustu daga og viku. „Já, já. Það hefur verið mokveiði á köflum. Menn að fá góðan afla á skömmum tíma.“ Börkur NK er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með 18.799 tonn. Hér er hann að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með 3.400 tonna loðnufarm, sem þá var met.SVN/Ómar Bogason Búið er að binda Venus við bryggju og líklegt að það sama gerist hjá meirihluta loðnuskipanna á næstu dögum. Þó er búist við að þær útgerðir sem hafa bestu kvótastöðuna haldi áfram veiðum næstu daga. „Ætli flestir stoppi nú ekki. Það er eitthvað misjöfn kvótastaðan hjá útgerðunum. Allavega það var ákveðið að stoppa okkur. Geyma restina. Gera sem mest úr þessu,“ segir Theódór. Hann segist reikna með vikustoppi en síðan fer að styttast í hrygningu og loðnan að komast í sitt verðmætasta form. Þeir á Venusi bíða því spenntir eftir framhaldinu. „Já, já. Að sjálfsögðu. Það er skemmtilegasti tíminn eftir, nótaveiðin,“ segir skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um viðvörun Hafrannsóknastofnunar í frétt Stöðvar 2 í gær: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Reykjavík Brim Tengdar fréttir Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Venus, skip Brims, leggjast að bryggju í Reykjavík eftir að hafa landað 2.700 tonnum á Akranesi. Skipverjarnir bjuggust við að halda beint út á miðin þegar þeim var tilkynnt af útgerðinni að hlé skyldi gert á veiðum. Venus NS kemur til Reykjavíkur í dag eftir að hafa landað 2.700 tonnum af loðnu á Akranesi.Vilhelm Gunnarsson Venus er næstaflahæsta skipið á vertíðinni til þessa, með 18.128 tonn. Aðeins Börkur NK hefur veitt meira, eða 18.799 tonn, samkvæmt aflalista Fiskistofu í dag. Í þriðja sæti er Beitir NK, með 17.659 tonn. Á Skarfabakka í Sundahöfn spurðum við Theódór Þórðarson skipstjóra hvernig þetta legðist í þá: „Við verðum bara að taka því. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem kemur eitthvert hökt í þessar loðnuveiðar.“ -Þið eruð ekki hundfúlir? „Jú, jú. Svona í aðra röndina. Við verðum bara að taka þessu,“ svarar Theódór. Blússandi gangur var kominn í veiðina þótt loðnan hafi verið dreifð í fyrstu. „Það eru búnar að koma nokkrar.. fjórar fimm gusur. Þannig að það er búin að vera mjög góð veiði á köflum. Enda búið að veiða töluvert.“ -Það hafa borist fréttir af mokveiði síðustu daga og viku. „Já, já. Það hefur verið mokveiði á köflum. Menn að fá góðan afla á skömmum tíma.“ Börkur NK er aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með 18.799 tonn. Hér er hann að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með 3.400 tonna loðnufarm, sem þá var met.SVN/Ómar Bogason Búið er að binda Venus við bryggju og líklegt að það sama gerist hjá meirihluta loðnuskipanna á næstu dögum. Þó er búist við að þær útgerðir sem hafa bestu kvótastöðuna haldi áfram veiðum næstu daga. „Ætli flestir stoppi nú ekki. Það er eitthvað misjöfn kvótastaðan hjá útgerðunum. Allavega það var ákveðið að stoppa okkur. Geyma restina. Gera sem mest úr þessu,“ segir Theódór. Hann segist reikna með vikustoppi en síðan fer að styttast í hrygningu og loðnan að komast í sitt verðmætasta form. Þeir á Venusi bíða því spenntir eftir framhaldinu. „Já, já. Að sjálfsögðu. Það er skemmtilegasti tíminn eftir, nótaveiðin,“ segir skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um viðvörun Hafrannsóknastofnunar í frétt Stöðvar 2 í gær:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Reykjavík Brim Tengdar fréttir Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21
Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. 1. febrúar 2022 20:57
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21