Dýraverndarsamband Íslands stendur traustum fótum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2022 16:30 Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun