Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem prinsinn sendi dómaranum í málinu en það er Virginia Giuffre sem höfðar málið en hún segir Andrés hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var sautján ára á heimilium Maxwell og Epstein.
Lögfræðingar prinsins hafa farið fram á að málinu verði vísað frá að því er segir í frétt BBC. Verði það ekki gert fer prinsinn fram á að réttað verði í málinu með kviðdómi þannig að hann geti varið sig á opinberum vettvangi.
Lögfræðingur Giuffre gefur lítið fyrir þær kröfur enda hafi hún sjálf farið fram á það sama.