Þúsundir í einangrun með óvirkt smit? Bergþór Ólason skrifar 25. janúar 2022 18:30 Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bergþór Ólason Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun